Íbúar
Slatti af gúbbý seiðum, fullvöxnum og þar á milli.
2 Lyritale sverðdragarar (karl og kerla)
2 Feitir platy
Nokkrir sverðdragarar seiði að fullvöxnum.
20l
Íbúar
Tvær Ancistrur eins og er
15l
Íbúar
2 Slæðusporðar
8l
Íbúar
1 Bardagakarl (Rauður Crown Tail)
Tvær kúlur
1 Bardagakarl Rauður
1 Bardagakarl Blár
123.is minnka myndina líka ekki bara gæðin
Þetta er svona smá til að byrja með
Last edited by EiríkurArnar on 30 Sep 2009, 20:23, edited 7 times in total.
þau eru í sér búri og það er loftdæla og ég er með svona eitthvern hvítan platta og það er rör uppúr honum og filter á endanum á rörinu en engin hreinsidæla, síðan er ég með hitara.
hann var búinn að vera svona að undirbúa og svo var hann búinn að kreista hana í svona 4 tíma
held að hann sé búinn
búinn að taka hana uppúr
það eru komin bardagaseiði fer að líða að því að ég taki karlinn uppúr. þ.e.a.s. á morgun.
síðan var platy kerlan loksins að eiga en er ennþá að bíða eftir mikkamús platy kerlunni. komu reyndar bara 11 platy seiði og spurning hversu mörg lifi
blái bardagakallinn er klárlega í sjálfsvígshugleiðingum, má ekki vera neitt opið hjá honum í vasanum, þá er minn stokkinn uppúr. svo var sá rauði búinn að vera mjög fínn, aldrei stokkið uppúr en tók á sig í gærkvöldi að reyna að sýna listir sínar í hástökki og stökk úr vasanum á gólfið, frekar hátt fall, og lá þar þangað til konan tók eftir honum nær dauða en lífi á gólfinu. eru báðir ferskir og kátir í dag og synda um eins og ekkert sé :p
þetta er svona 1,5l vasi og hef ég heyrt að það sé alveg nóg. set vatn reglulega í og hreinsa vasan á 4-5 daga fresti. hef lesið mig til á netinu og fann það út að þeir eru ekkert endilega að reyna að drepa sig eða flýja vatnið, þeim finnst bara gaman að stökkva
ég set þá líka svona öðru hvoru í 54l búr og fá þeir að sprikkla smá þar
Mér fynst þau nú bara búinn að stækka nokkuð vel á þessum 4 dögum síðan þau komu.Hvað ertu að gefa þeim að borða.Ég er með Bardagaseiði sem eru um viku eldri en þín og þau eru nú ekkert mikkið stærri en þessi.
Eru molly seiði lengi að stækka ?
ég er með eitt seiði eftir og það er ekkert að stækka. ætli það sé ekki orðið svona ca. 2 mánaða. það lýtur út fyrir að vera nýkomið úr kerlunni
er þetta kannski bara eðlilegt ?
EiríkurArnar wrote:Eru molly seiði lengi að stækka ?
ég er með eitt seiði eftir og það er ekkert að stækka. ætli það sé ekki orðið svona ca. 2 mánaða. það lýtur út fyrir að vera nýkomið úr kerlunni
er þetta kannski bara eðlilegt ?
Það er ekki eðlilegt. Mjög líklega einhver ræfill sem á líklega eftir að drepast á endanum.