Jæja. Við erum að hugsa um að breyta aðeins til hérna hjá okkur og er planið að reyna að sortera þetta aðeins niður. taka alla gotfiskana ú 180L búrinu og setja í sér búr.
Þegar þeir verða komnir í sér búr verða í búrinu:
1KK og 1KvK Kribbi
2x skalar (mögulega kk og kvk) semi stórir
1x black ghost ca. 12-14cm
1x Pleggi 14cm
1x whiptail pleco
1x gibbi lítill ca. 5-6cm kanski
Hvaða fiska gætum við fengið okkur í búrið? hverju mælir fólk með í svona samfélag? Erum með slatta af plöntum í búrinu og 2 rætur og 2 hella ásamt kókoshnetu. helst þá einhvað sem rótar ekki í botninum þannig ða maður þurfi að endurinnrétta búrið á hverjum degi..
Þarf samt að fara að setja svona 2-4 ancistrur í búrið líka vegna þess að það er kominn upp þörungavandamál og gibbinn og pleggarnir eru ekkert að hreinsa hann ....
Værum helst til í Sikliður, eins stórar og búrið þolir hehe. spurning hvort convict myndi ganga eða einhverjir flottir fiskar.. hvað segja spjallverjar?
Það sem að mér dettur svona í hug er lítið par af síkliðum þó að það sé alltaf hætta á að það róti smá. Þetta er það sem að mér dettur helst í hug:
Keyhole cichlid
Redbreast Acara
Nannacara Anomala
Biotodoma Cupido
Severum
Apistogramma Agassizzii
Apistogramma Borelli
Apistogramma Cacatuoides
animal wrote:Severum eru ekki góðir með gróðri, myndi frekar taka Festivum.
Ég reindar ruglaði saman severum og festivum, var með þá síðarnefndu í huga. Annars varð ég aldrei var við að severum skemmdu gróður hjá mér en mér þykja þeir verða fullstórir fyrir 180 lítra búr.
animal wrote:Severum eru ekki góðir með gróðri, myndi frekar taka Festivum.
Ég reindar ruglaði saman severum og festivum, var með þá síðarnefndu í huga. Annars varð ég aldrei var við að severum skemmdu gróður hjá mér en mér þykja þeir verða fullstórir fyrir 180 lítra búr.
Hvað varstu með stóra? er kannski að hafa þá fyrir rangri sök?
En verða full stórir það er rétt.
festivum. Gæti verið soldið spennandi. hvernig er með þær. hafa þær mikinn sona caracter? (konann vill einhverja með mikinn karakter). henni fynst kuðungasíkliðurnar okkar t.d. svo boring hehe.
Hversu stórar síklidur myndu ganga í 180L búr?
og eru þá kanski einhverjar aðrar en festivum sem eru flottir með góðan skemtilegan karakter og active fiskar?
Bob wrote:festivum. Gæti verið soldið spennandi. hvernig er með þær. hafa þær mikinn sona caracter? (konann vill einhverja með mikinn karakter). henni fynst kuðungasíkliðurnar okkar t.d. svo boring hehe.
Hversu stórar síklidur myndu ganga í 180L búr?
og eru þá kanski einhverjar aðrar en festivum sem eru flottir með góðan skemtilegan karakter og active fiskar?
Það væri mögulega fyrir þig að skoða Geophagus Ættina eru margir svona u.þ.b millistórir og mjög fallegir en svo er karakterinn alltaf ??
En í guðanna bænum gleymdu þessum Convict pælingum
hehe það eru engar convict pælingar í gangi. nefndi bara sem dæmi. er ekkert að pæla neitt spes í þeim frekar en öðrum
er reyndar aðeins að hallast meira að afríku síkliðunum eins og er. eini gallinn er að ég veit ekki hvort að ég sé með nógu góða hreynsigræjur þar sem ég er með 180l juwel búr með original dælu.
Hversu stórar sikliður myndu ganga í 180L búr? 10cm max? 20? 25 cm?.,,,
hvernig er annars með eins og bricardi? væri það ekki einhvað til að skoða???
og já. konan vill fá allavega 1 par af fallega bláum sikliðum. sona pure bláum eða bláum og svörtum röndóttum segir hún hehe
Hehe Brichardi er Convict Afríku, hrignir auðveldlega og er mjög harður að verja það. Myndi frekar skoða Julidochromis t.d eða einhvern flottan Pelvicachromis, Nanochromis, Chromidotilapiu eða Anomalochromis Thomasi afar fallegur fiskur en hef ekki séð hann í mörg ár.
eru kanski frekar litlausir en það er einhvað við þá hehe
en ég er með spurningu. bara uppá forvitni í mér. hvað er það sem er svona að convict og bricardi? bara forvitni. það virðast svo margir vera á móti þessum fiskum
Þeir eru orðnir of algengir. Fólk heillast af þessum fiskum, kaupir par, parið hrygnir á 2 vikna fresti og fólk fer með tugi seiða í gæludýrabúðir sem að fyllast síðan af þessum fiskum.
Stórskemmtilegir fiskar annars.
Steatocranusinn er allrar virðingar verður og einhver skemmtilegasta síklíða sem ég hef átt og nákvæmlega "Eitthvað við hann", hann er bara einhvernveginn ekki fiskurinn sem ég held að þú sért að leita að. Hann hefur allt annað hegðunarmynstur en þessar týpísku Dverg/millistærðarsíklíður samt ansi langt mál að fara út í það hér og allt það, en endilega tjékkaðu á honum ef þig langar til.