Hvaða gotfiskar?

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
skurdur
Posts: 53
Joined: 20 Dec 2008, 20:51

Hvaða gotfiskar?

Post by skurdur »

Sælir/ar...

Ég var að setja mér upp búr eins og sjá má á myndinni hér að neðan...

Spurningin mín er samt þessi. Ég vil endilega bæta fleiri fiskum í búrið og vil þess vegna spyrja ykkur hvaða fiska ég á að fá mér? Ég er aðalega að spá í gotfiskum sem að geta lifað í sátt og samlyndi við aðra gotfiska í 54l búri.

Endilega komiði með uppástungur!

Ég er með sverðdragara, gúbbía, Molly og Neon Tetrur...

Hér er búrið!

Image
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Ég veit að þetta tengist ekki beint gotfiskum. en þú gætir fengið þér corydoras, anchistrur og svo eplasnigla. lífgar aðeins uppá búrið. er með eitt 54L búr hjá mér sem er með slatta af gubby's. sverðdragarakellu og molly kellu ásamt 2 albino cory's og 1 venjulegum cory og svo 2 anchistru sugur. Corydorarnir lífga slatta uppá búrið og eru að mínu mati fottir fiskar :) halda botninum líka hreinum. :)
Ekkert - retired
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

alveg sammála bob.

en svona gotfiskalegaséð þá myndi ég setja platy.
kristinn.
-----------
215l
skurdur
Posts: 53
Joined: 20 Dec 2008, 20:51

Post by skurdur »

OK kúl... Hvar get ég fengið Corydora?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þetta heitir CORYDORAS
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Síkliðan wrote:Þetta heitir CORYDORAS
ég sé ekki betur en hann hafi bara verið að fella nafnið að íslensku í þolfalli fleirtölu.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Síkliðan wrote:Þetta heitir CORYDORAS
nei..... þetta heitir grani!
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Færð corydoras í eflaust flestum fiskabúðum. ég er t.d. með 1 cory úr dýragarðinum og svo 2 albino sem ég fékk hjá varginum :=)
Ekkert - retired
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

skurdur wrote:OK kúl... Hvar get ég fengið Corydora?
Þú færð ódýra Corydora hjá gaurnum sem seldi þér búrið. :wink:
Post Reply