Ég var að setja mér upp búr eins og sjá má á myndinni hér að neðan...
Spurningin mín er samt þessi. Ég vil endilega bæta fleiri fiskum í búrið og vil þess vegna spyrja ykkur hvaða fiska ég á að fá mér? Ég er aðalega að spá í gotfiskum sem að geta lifað í sátt og samlyndi við aðra gotfiska í 54l búri.
Endilega komiði með uppástungur!
Ég er með sverðdragara, gúbbía, Molly og Neon Tetrur...
Ég veit að þetta tengist ekki beint gotfiskum. en þú gætir fengið þér corydoras, anchistrur og svo eplasnigla. lífgar aðeins uppá búrið. er með eitt 54L búr hjá mér sem er með slatta af gubby's. sverðdragarakellu og molly kellu ásamt 2 albino cory's og 1 venjulegum cory og svo 2 anchistru sugur. Corydorarnir lífga slatta uppá búrið og eru að mínu mati fottir fiskar halda botninum líka hreinum.