Ég setti mína einusinni í gotbúr, og það voru bara um 4 seiði sem lifðu það af. Öll hin voru e-ð hálf vansköpuð. Einhver talaði um að gotbúrið er svo lítið fyrir hana að hún stressist svo upp, bæði haldi í sér og svo þegar hún loksins gýtur verða fá seiði á lífi.
Ég hef einusinni prófað (reyndar með plattý) að hálf fylla stóra fötu með vatni úr búrinu, setja handklæði yfir og setja fötuna efst í skápinn minn (aðeins hlýrra og dimmt). Myrkrið róar fiskana víst, og þá eru líka minni líkur á að hún éti seiðin sjálf - sér þau ekki. Þú verður bara að fylgjast rosalega vel með henni, ekki gleyma henni þó hún sé lokuð inní skáp

Passa að staðurinn sé nógu hlýr, muna að skipta út vatni reglulega því það er engin dæla eða neitt, osfrv..
Javamosinn og flotgróðurinn virkaði reyndar aldrei hjá mér. Var með bæði og kerlingarnar voru alltaf gjótandi (á næturnar) en ég sá aldrei nein seiði.