Fallegir hópfiskar
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Fallegir hópfiskar
Mig vantar hugmynd að fallegum, litríkum hópfiskum í 160l búrið mitt. Ég er með 5x scala (3 frekar stóra) og 2x bláhákarla (c.a. 10-15cm held ég), 4x bótíur (3x tígris og 1x trúða) svona 5-10cm ásamt nokkrum í viðbót (ryksugum, plegga, humri, bardagafisk og rummy nose tetru).
Ég prófaði að kaupa mér 10 neon tetrur í gær... En í dag voru bara 2 eftir sem ég bjargaði í annað búr :S kjánaleg hugmynd líklega, ég bara hélt þær væru fljótar að forða sér, og að fiskarnir hefðu ekki áhuga á þeim. Svo mig vantar s.s hugmynd að flottum torfufiskum sem ganga í mitt búr. Vil helst hafa þá litríka, svona til að lífga aðeins upp á búrið. Einhver með hugmynd?
Ég prófaði að kaupa mér 10 neon tetrur í gær... En í dag voru bara 2 eftir sem ég bjargaði í annað búr :S kjánaleg hugmynd líklega, ég bara hélt þær væru fljótar að forða sér, og að fiskarnir hefðu ekki áhuga á þeim. Svo mig vantar s.s hugmynd að flottum torfufiskum sem ganga í mitt búr. Vil helst hafa þá litríka, svona til að lífga aðeins upp á búrið. Einhver með hugmynd?
Svartneon er líka til hjá þessum gaur http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?p=64170#64170Síkliðan wrote:Svartneon eru aðeins stærri en neon, svona um 0.5cm stærri og aðeins lengri í hæð.
Það er til slatti af Svartneon í dýragarðinum.
...og reyndar sítrónutetrur líka.
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Hehe sniðugurVargur wrote:Svartneon er líka til hjá þessum gaur http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?p=64170#64170Síkliðan wrote:Svartneon eru aðeins stærri en neon, svona um 0.5cm stærri og aðeins lengri í hæð.
Það er til slatti af Svartneon í dýragarðinum.
...og reyndar sítrónutetrur líka.

En annars lenti ég einmitt í þessu líka með neon tetrur



En ég er með bandabarba (fimmbandabarba) hjá mér en þeir eru svolítið stærri en svartneon og neon tetrur og eru í hópum. Rosalega fallegir og skemmtilegir. Ekkert ósvipaðar tígrisbörbum en bara rólegri og verða ekki eins stórir

Allavega held ég að þeir myndu ganga hjá þér


200L Green terror búr
Hinir fiskarnir hafa greinilega átt jafn erfitt með að ná henni og þúSirius Black wrote:En annars lenti ég einmitt í þessu líka með neon tetrur Embarassed setti 10 stykki en svona 4 lifðu þegar ég tók 3 af þeim upp úr, ein vildi ekki láta ná sér sama hvað ég reyndi :S þannig að hún fékk að vera og bjóst ég ekki við a hún myndi lifa lengi Razz en núna hálfu ári síðar liggur við er hún en á lífi Very Happy algjör hetja.

En með fimmrákabarbana, þá var ég einmitt líka að pæla í þeim. Mér finnst tígrisbarbarnir svo ótrúlega flottir, en hef heyrt hvað þeir eru árásargjarnir, sem er ekki nógu sniðugt. Annars eru þeir frekar minni en allir hinir fiskarnir, ætli þeir séu líka að bögga fiska sem eru margfalt stærri? En fimmrákabarbarnir eru líka sniðugir í staðin.. ætla að skoða þetta.
hehe já, ég ætti kannski að hafa samband við þennan gaur. Ætli hann sé líka með fimmráka barbana?Vargur wrote:Svartneon er líka til hjá þessum gaur http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?p=64170#64170Síkliðan wrote:Svartneon eru aðeins stærri en neon, svona um 0.5cm stærri og aðeins lengri í hæð.
Það er til slatti af Svartneon í dýragarðinum.
...og reyndar sítrónutetrur líka.
