Jæja núna gafst systir mín upp á að hafa gamla 60L búrið mitt þannig að ég er að spá í að taka það aftur til mín En var að spá þar sem skalarnir mínir hrygna svona einu sinni í mánuði , að reyna að ná upp einhverjum seyðum. Spurningin er þá sú hvort að 60L búr sé ekki alveg nóg þar sem þetta eru svo litlir fiskar í byrjun og hvaða búnað þarf að hafa er ekki loftdæla must? En hvað með hreinsidælu? Eða á maður kannski bara að skipta mjög reglulega um vatn hjá þeim Hlakka mjög til að fara í þetta ef þetta er möguleiki
Annars breyti ég þessu bara í lítið gróðurbúr og skelli einhverjum flottum fiskum í það
Sirius Black wrote:Jæja núna gafst systir mín upp á að hafa gamla 60L búrið mitt þannig að ég er að spá í að taka það aftur til mín En var að spá þar sem skalarnir mínir hrygna svona einu sinni í mánuði , að reyna að ná upp einhverjum seyðum. Spurningin er þá sú hvort að 60L búr sé ekki alveg nóg þar sem þetta eru svo litlir fiskar í byrjun og hvaða búnað þarf að hafa er ekki loftdæla must? En hvað með hreinsidælu? Eða á maður kannski bara að skipta mjög reglulega um vatn hjá þeim Hlakka mjög til að fara í þetta ef þetta er möguleiki
Annars breyti ég þessu bara í lítið gróðurbúr og skelli einhverjum flottum fiskum í það
ég mundi setja dælu, hitara, og java moss það er víst svoleiðis að seyðin finnst gott að vera honum. ég yfirleitt hita vatnið aðeins um nokkrar gráður svo að það fari betur um þá.. ég las í bók um skalana að það er ráðlagt að hafa þá í að minnsta lagi 20 gallon sem er sirka 80L.
Pétur
8455242
---------------------------------
mikill áhugamaður hér á ferð
En stærðin á búrinu er það ekki verið að meina fullorðinn? Getur ekki verið að nokkur pínkulítil skalaseyði þurfi 80L? En ég ætla allavega að prófa þetta, hlýtur að reddast í 60L búrinu en þeir verða náttúrulega ekki þar til frambúðar
60 lítrar er fínt til að byrja með. Hafðu búrið berbotna til að auðvelda þrif. Ef seiðin eru smá er betra að byrja bara með loftdælu. Hitastigið í kringum 27°.
Svo er bara að stíffóðra og skipta ört um vatn.