Festa plöntur við steina eða rót?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Festa plöntur við steina eða rót?

Post by Sirius Black »

Er að fá plöntur sem þarf að festa við stein eða rót, sem sé java mosa og svo á ég einhverja aðra sem þarf víst að festa svona. En hef varla hugmynd um hvernig ég festi þær :S veit að það er með enhversskonar bandi eða álíka en veit ekki hvað er óhætt að nota í fiskabúr?

Og svona af forvitni, fjölgar kúluskítur sér eitthvað í búrum? :oops:
200L Green terror búr
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég nota alltaf bómullartvinna til að festa plöntur, það hefur reynst vel.

Ég held að kúlskíturinn fjölgi sér ekki en hann stækkar og einhversstaðar las ég að það sé hægt að skipta honum.
Annars er félagsskapur á facebook sem heitir Kúluskítsfélagið eða eitthvað þar um bil, þar ætti að vera hægt að fá uppl.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég hef oftast notað bómullartvinna, en það dugði ekki hjá mér um daginn, hann rotnaði áður en plantan gat fest sig. Oftast er mælt með að nota girni eða tvinna úr gerviefni.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég hef notað gúmmí teygju og nælon girni.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply