Hefðbundin loftdæla fyrir fiskabúr lítur svona út. Dælan er fyrir utan búrið og er stungið í samband við rafmagn og síðan fer grönn plastslanga úr dælunni ofan í búrið og í skrautið eða loftstein í búrinu.
En ef dælan heldur góðri hreyfingu á yfirborðinu þá er það alls ekki nauðsynlegt. Þetta er aðallega fyrir búr sem er lítil hreyfing frá dælunni eða mikið af fiskum í búrinu og það vantar yfirborðshreyfingu.
Loftdæla fyrir lítið búr kostar innan við 2.000.- Ég mæli samt frekar með að fólk kaupi aðeins stærri dælu þar sem það er yfirleitt minni hávaði í þeim og möguleiki á að láta loftið koma upp á tveim eða fleiri stöðum í búrinu.
já eimitt rena air 50 er kostar ekki nema 1250kall í
búðunum, en ég er sammála Varg,
þær eru svo léttar að þær fara meira á stað og mynda suð
sem er bara pirrandi