Ég ætla að reyna að setja inn reglulega myndir úr búrunum mínum hér
á einn stað
til að byrja með ætla ég að sína ykkur hversu rauðar kerlingarnar verða hjá mér í red cherry rækjunni, karlarnir fá ekki eins mikið af lit á búkinn en þeir synda út um allt sem kerlingin gerir ekki
Ég hef verið að spá í að fá mér eitthvað svona lítið búr í vinnnua, gætu þessar rækjur hugsanlega hentað í smábúr? Án hitara og alles?
Eru þær að fjölga sér hjá þér?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
þær þurfa ekkert nema að vatnið haldist stöðugt
ég var með þær í 10 ltr búri í nokkra mánuði án alls nema aðeins af javamosa og þær voru að fjölga sér þar síðan setti ég flestar í annað búr en ennþá eru nokkrar í 10 ltr búrinu og þær fjölga sér þar ennþá og líka í nýja búrinu
ancistus eru að reyna að koma upp seiðum í einu búri hjá mér og var þetta grey að skoða gróðurinn
liturinn að byrja að koma og það er ennþá með kviðpokann þannig að það er bara nokkra daga gamal
já kribba karlinn var að þvælast þarna
er með 2 kribba í þessu búri nýbúinn að kaupa karl en kerlan er búin að vera lengi í búrinu og er ekki alveg sátt við að fá svona ungan karl en það breytist
úr 240 ltr
5 stk pseudotropheus elongatus (Mpanga)
og 2 stk Pseudotropheus flavus
2 stk maylandia zebra albino
vatnið í búrinu er frekar mjúkt þannig að mbunurnar sýna ekki fulla liti þær hafa líka verið að narta í sporðana á congo tetrunum og regnbogunum og aðeins hræra upp í búrinu en ekkert alvarlegt hefur gerst þessa mánuði sem þeir hafa verið í búrinu
þegar ég nenni að rústa búrinu þá færi ég þær annað
ég er með einn mjög svipaðan þessum hvíta nema hann er ekki með rauðu augun. ég er bara svo sauðheimskur á þessi nöfn að ég þarf bara að láta greina þau fyrir mig
audun wrote:ég er með einn mjög svipaðan þessum hvíta nema hann er ekki með rauðu augun. ég er bara svo sauðheimskur á þessi nöfn að ég þarf bara að láta greina þau fyrir mig
Ásta wrote:Heyrðu Guðmundur, ég held þú ættir bara að hætta að flísa og fara að mynda.
Hvernig í andsk.... ferðu að því að taka svona flottar myndir?
eftir mörg ár með vélina þá er ég að átta mig á stillingum sem nýtast í þessari myndatöku
en ég næ ekkert endilega góðri mynd í fyrsta skoti stundum þarf ég að taka tvær myndir
þínar myndir hafa verið að batna og þar sem þín vél bíður upp á meiri skerpu áttu að geta tekið talsvert betri myndir en ég á mína vél þannig að þetta er allt spurning um stillingar
ég gæti gefið þér eitt ráð og þú værir um leið með miklu betri myndir en ég en þá færi ég að gráta þannig að ég segi ekki neitt
ég setti á síðuna mína link
hvernig leggst þetta dagbókar form í ykkur
mér fynnst að myndirnar njóti sín betur og einfaldara að skoða en hvað finnst þér ?