Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum
Moderators: Elma , Vargur , Andri Pogo , keli
maggmagg
Posts: 26 Joined: 07 Feb 2009, 23:50
Post
by maggmagg » 10 Feb 2009, 23:58
er að setja upp búr á nýjann leik. nema hvað að vatnið er moldarbrúnt og það sést ekki í gegnum það!
skolaði sandinn vel en greinilega ekki virkað nógu vel, sandurinn var amk ekkert sérlega hreinn réttarasagt var hann hálf seigur vegna drullu:(
er til einhver trikks (virkar að kveikja á dælum) e-h clear efni eða á ég bara að tæma búrið og kaupa nýjann sand á morgunn ?
þetta virkar svona eins og moldargruggugt og ekki set ég diskuna í þetta
Andri Pogo
Posts: 5003 Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:
Post
by Andri Pogo » 11 Feb 2009, 00:05
ég myndi róta hressilega í sandinum með vatninu í, þannig að vatnið verði enn gruggugara og gera svo 80-90% vatnsskipti.
Þá ætti mikið af drullunni að vera farin, en kannski þarftu að endurtaka þetta nokkrum sinnum.
-Andri
695-4495
maggmagg
Posts: 26 Joined: 07 Feb 2009, 23:50
Post
by maggmagg » 11 Feb 2009, 00:12
haha já þú segir nokkuð:)
ætli ég bíði ekki bara til morgunns og reddi þá nýjum sandi eða möl.
er með ála og diskusa ásamt fleiri þörugaætum. hvort er henntugara að hafa fínan sand eða möl? og hvar er best að fá slíkt?
Vargur
Posts: 8605 Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær
Post
by Vargur » 11 Feb 2009, 01:02
Tæma búrið bara og láta renna í það aftur, þá ætti þetta að vera í lagi.
keli
Posts: 5946 Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:
Post
by keli » 11 Feb 2009, 07:36
Fínn sand eða möl, skiptir eiginlega ekki máli. Álarnir myndu líklega fíla sandinn betur, en það er leiðinlegra að þrífa hann.
maggmagg
Posts: 26 Joined: 07 Feb 2009, 23:50
Post
by maggmagg » 11 Feb 2009, 10:40
dugar 25kg poki í 350ltr eða á maður að taka tvo 25kg?
keli
Posts: 5946 Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:
Post
by keli » 11 Feb 2009, 10:42
25kg ætti að duga, en yrði ekki sérstaklega þykkt lag.
maggmagg
Posts: 26 Joined: 07 Feb 2009, 23:50
Post
by maggmagg » 11 Feb 2009, 11:27
skelli mér á 50kg frá steinteppi. agalega falleg mölin frá þeim