Bulkheaddar o.fl.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Bulkheaddar o.fl.

Post by Sven »

Hvar hafa spjallverjar verið að fá bulkheadda og fittings í kringum þá? Vatnsvirkjanum? Eða er fólk að panta þetta erlendis frá.

Ég er skítsvekktur yfir því að marine depot vilji ekki senda til Íslands, ég póstaði á þá út af þessu, og þeir sögðust vera hættir að senda til Íslands vegna þess að sendingar hafi svo oft komið hingað í slæmu ástandi. Er þetta ekki bara kjaftæði. Vitiði til þess að þeir hafi verið að senda hingað áður?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég þekki ekki marine depot. Ég hef pantað frá aquaticeco.com - Það er snilldar búlla og þeir eiga *allt*

Annars hef ég alltaf verslað við vatnsvirkjann, en þeir eiga næstum ekkert af pvc núna, það tekur því varla að fara þangað. Poulsen eiga eitthvað, loft.is eiga helling, en eru aðeins dýrari því þeir eru með pvc-c.

Ef þig vantar bulkhead fyrir 19mm gler, þá færðu það líklega ekki hérna. Það sem ég hef fundið í vatnsvirkjanum dugir bara fyrir svona 6-8mm gler, það er svo dj. stuttur skrúfgangurinn.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

hvað er addressan hjá aquaticeco? Ég fékk bara villu á www.aquaticeco.com
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það virðist vera eitthvað bilað hjá þeim... Urlið er http://www.aquaticeco.com/
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

OK, prófa seinna, vonandi að þeir séu ekki farnir á hausinn :?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Komið í gang..... það er rétt hjá þér, það er nánast ALLT þarna. takk fyrir þetta.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

fann líka þessa seljendur, með mjög samkeppnishæf verð og fína vöru víst. Eru með bulkheadda, fittings, loc-line o.fl.
www.savko.com
Post Reply