Gúbbí - Full Red

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Melur
Posts: 32
Joined: 14 Feb 2009, 18:12

Gúbbí - Full Red

Post by Melur »

Góðan dag.
Ég er nýr hérna á fiskispjalli og langaði sjá hvort það væri einhver sem ætti flotta Full Red gúbbí fiska? :)

Ég átti mjög flottan kynstofn fyrir einhverjum árum en þá hafði ég engan áhuga á þeim. Seinasta ár hefur farið í að halda í stofninn og fá hann í gang aftur.
Einmitt núna á ég eitt 100L búr með 20-25 gúbbí fiskum, mest kerlingar, allt systkini. (Þau eru afkvæmi karls úr mínum stofni og aðkeyptrar kerlingar).
Svo er pabbi með 400L búr með allskonar fiskum, m.a. tveimur flottum gúbbí körlum frá mér.
Einnig á ég lítið 40L búr fyrir salamöndruna mína.
Svo er líka 2L krukka undir seinast got, þar eru 3 eftirlifandi seiði.

Mér finnst rosa gaman að hobbí-rækta gúbbí-fiska og plöntur líka. Verst hvað plönturnar spjara sig illa út af sniglunum sem hafa fyllt 100L búrið mitt...

En allavega, eru einhverjir hér sem eru að rækta gúbbí, og kannski Full Red líka? :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég á eitthvað af rauðum guppy, reyndar ekki fully red en nánast.
Ég var þrjóskur og vildi ekki byrja með hreinan stofn heldur byrjaði bara með einn kk frá Halldóri og fékk síðan frá forsetanum sem ég notaði á kerlingar undan fyrsta karlinum. Árangurinn er nánast alveg rauðir kk og kvk með rautt í sporðinum.
því miður þá held ég að hvorki Halldór né forsetinn eigi lengur rauðan stofn.

Image
Hér er mynd af ungum kk úr minni rækt.

Ég hef reyndar vanrækt stofninn að undanförnu en það er ekkert stórmál að láta þig fá unga fiska af þessum stofni.
Melur
Posts: 32
Joined: 14 Feb 2009, 18:12

Post by Melur »

Já þessi er feiknaflottur kall hjá þér :)
Hann minnir mig á gömlu gúbbíana mína. Þessir sem ég er með núna eru eitthvað blandaðir.
Heyrðu það væri frábært að fá einn svona ungan hjá þér, allavega ef mínir spjara sig eitthvað illa. Voru þeir ekki á 400kr?
Annars þá ætla ég að taka myndir af mínum og senda inn bráðum.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Endilega settu inn myndir af þínum og gerðu þráð um búrið þitt og jafnvel búrið hjá föður þínum.
Ef þú hefur áhuga og metnað til að gera eitthvað af viti með guppana þá þarftu ekkert að borga fyrir fiska frá mér. Ég fæ kannski bara fiska frá þér í skiptum.
User avatar
Junior
Posts: 128
Joined: 04 Feb 2009, 17:07

Post by Junior »

ég er með þessa líka gríðarlegu torfu sem samanstendur af tveimur fiskum frá Mel og Einum kalli aðkeyptum. vonandi koma fleiri seinna. hvernig er þetta annars með hitastig, þarf ekki að vera eh ákv. hitastig svo fiskarnir makist?
-Andri
Post Reply