ég er með þá báða í 54l búri og var að leyfa þeim að stækka þar
plegginn kominn úr 4 í rúma 9cm og gibbinn úr 5 í rúma 10cm og nú er ég að pæla hvort það sé betra að leyfa þeim að vera áfram í þessu búri eða hvort þeir hafi það betra og stækki hraðar í 400l búrinu
annað sem mig langar að spyrja er hvenar er algengt að ancistur fari að fá skegg þ.e.a.s í hvaða stærð
Birgir Örn
396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
Væntanlega fer betur um þá í stærra búri, sérstaklega ef vatnsgæði eru góð og nóg að éta.
Það er misjafnt hvenær brúskurinn kemur á ancisturnar, yfirleitt fer hann samt að sjást í 5-6 cm.
það þarf eiginlega ekki að gefa þeim neitt sérstaklega, þeir borða það sem þeir finna og þurfa ekki mikið að borða. En getur prófað að gefa þeim botntöflur eftir að þú slekkur ljósin á kvöldin.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Hvað ertu búinn að hafa Common Pleco lengi?
Ég er búinn að hafa minn síðan 1 des og búinn að stækka úr 5 í 10cm síðan þá.
Er að gefa Jumbo Thera A+ Jumbo Fish fóður frá New Life Spectrum 4x í viku. Hann er í 400L búri.
Ég mundi skella þeim í 400L búrið.