Diskusar hegðun og ph

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
maggmagg
Posts: 26
Joined: 07 Feb 2009, 23:50

Diskusar hegðun og ph

Post by maggmagg »

smá spurning um diskusa :) þar sem ég er nú ekkert alltof vel að mér í þeim málum þá er ég að velta einu fyrir mér :wink:

ég er með 7 Diskusa í 350ltr búri og tók eftir því þegar ég fór að gefa þeim að borða áðann í þriðja skiptið í dag að það er einn stæðsti úr hópnum (annar helmingurinn af pari veit ekki hvort kynið) sem ýtir öllum hinum diskusunum í burtu. svo fer hann að elta suma hverja og skiptast á að elta nýjann fisk (minnir helst á gúbbý að elta kjellingarnar og skiptir um ef ný kjelling syndir framhjá eða eltingaleikurinn endst bara smá spotta) EN hann lætur allar aðrar tegundir í búrinu í friði.
þetta er eltingalekur og pása svo inn á milli.
fyrst datt mér í hug að það væri kanski búið að hryggna á rótina í miðju búrinu og það væri verið að passa hrogninn en vo virðist ekki vera þetta gengur svona um allt búr og alltaf saman allir í hóp.

veit einhver hvort eithvað sé í aðsigi eða eðlileg hegðun?
og annað ..
ég gerði test á búrinu áðann með strimlum.

ph 7,3 (er það ekki í hærra lagi) :?: kranavatnið úr krananum er yfir 8 ph. er með sandblásturssand og möl úr marmara ásamt rót.

KH 9
gh undir 9
no2 = 0
no3 = 25 (vatnaskipti á morgunn)
7 Discusar
2 Kuhli álar
7 Ancistrur
5 glærar rækjur
20 Neotetrur
3x5línubarbar
8 gúbbý
1 skali
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Post by Kristín F. »

Sæl, þetta er "eðlileg" hegðun hjá Discus'unum, nýbúið að setja upp búrið og þeir að jafna sig eftir flutningana .. þar fyrir utan er Cobalt blái (ég geri ráð fyrir að það sé hann sem eltir hina) líklega leiðtoginn í hópnum, þessir fiskar mynda goggunarröð í hóp og eru 7 fiskar hentugur fjöldi :)

Varðandi sýrustigið (ph) þá ráðlegg ég þér að halda sama ph gildi og þeir eru vanir - þ.e. heitt og kallt beint úr krananum, sem næst 29°C.

bíð spennt eftir að sjá MYNDIR!! :D

kv. Kristín
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Já, þetta er alveg eðlilegt, discusar eru alltaf að berjast um goggunarröðina og oftast kemur einn upp sem aðal böggarinn. Þetta er aðal ástæðan fyrir því að það er ekki mælt með því að hafa fáa discusa saman, því þá er hætt við því að einn (minnsti) discusinn verði fyrir öllu bögginu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
maggmagg
Posts: 26
Joined: 07 Feb 2009, 23:50

Post by maggmagg »

það sem mér datt í hug goggunarröðin en var ekki viss með hvort þetta væri einhver "forleikur" :wink:
7 Discusar
2 Kuhli álar
7 Ancistrur
5 glærar rækjur
20 Neotetrur
3x5línubarbar
8 gúbbý
1 skali
Post Reply