

ég er með 7 Diskusa í 350ltr búri og tók eftir því þegar ég fór að gefa þeim að borða áðann í þriðja skiptið í dag að það er einn stæðsti úr hópnum (annar helmingurinn af pari veit ekki hvort kynið) sem ýtir öllum hinum diskusunum í burtu. svo fer hann að elta suma hverja og skiptast á að elta nýjann fisk (minnir helst á gúbbý að elta kjellingarnar og skiptir um ef ný kjelling syndir framhjá eða eltingaleikurinn endst bara smá spotta) EN hann lætur allar aðrar tegundir í búrinu í friði.
þetta er eltingalekur og pása svo inn á milli.
fyrst datt mér í hug að það væri kanski búið að hryggna á rótina í miðju búrinu og það væri verið að passa hrogninn en vo virðist ekki vera þetta gengur svona um allt búr og alltaf saman allir í hóp.
veit einhver hvort eithvað sé í aðsigi eða eðlileg hegðun?
og annað ..
ég gerði test á búrinu áðann með strimlum.
ph 7,3 (er það ekki í hærra lagi)

KH 9
gh undir 9
no2 = 0
no3 = 25 (vatnaskipti á morgunn)