Ljós
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Ljós
Ég er með Juwel ljós sem er hætt að lýsa
Það byrjaði á því að blikka annarri perunni, svo fór að slökkna alveg á báðum perunum og kvikna svo aftur eftir smá stund. Núna er það alveg dautt.
Ég ætlaði að byrja á því að skipta um startara - en ég finn ekkert svoleiðis!!!
Eru bara báðar perurnar farnar samtímis??
Er perustæðið (ballestin?) kannski biluð?
Hvernig sé ég hvort perurnar eru T5 eða T8?
Er hægt að kaupa bara perur í Húsasmiðjunni? Þetta eru 2 30W perur.
Þoli ekki myrkvað fiskabúr
Það byrjaði á því að blikka annarri perunni, svo fór að slökkna alveg á báðum perunum og kvikna svo aftur eftir smá stund. Núna er það alveg dautt.
Ég ætlaði að byrja á því að skipta um startara - en ég finn ekkert svoleiðis!!!
Eru bara báðar perurnar farnar samtímis??
Er perustæðið (ballestin?) kannski biluð?
Hvernig sé ég hvort perurnar eru T5 eða T8?
Er hægt að kaupa bara perur í Húsasmiðjunni? Þetta eru 2 30W perur.
Þoli ekki myrkvað fiskabúr
Það er málið, ég sé ekki að það sé startari í græjunni! Þarf að taka unitið sjálft eitthvað í sundur til að skipta um hann?Ásta wrote:Þú ættir að fá startara í næstu ljósabúð eða BYKO.
Ég er með ljós frá Juwel og það eru einhver leiðindi í slökkvaranum sjálfum hjá mér, sambandsleysi. Ég þarf að opna þetta og tengja betur.
Það er allavega þannig í 110L Juwel búrinu hjá mér. Það er miði inní lokinu sem segir til um það.
Ég lenti í því í haust að ljósið hætti að virka, þá rak ég augun í þennan miða, svo ég fór þá og verslaði nýjar perur og þá var allt í lagi.
Svo prufaði ég gömlu perurnar og þá var bara önnur ónýt.
Ég lenti í því í haust að ljósið hætti að virka, þá rak ég augun í þennan miða, svo ég fór þá og verslaði nýjar perur og þá var allt í lagi.
Svo prufaði ég gömlu perurnar og þá var bara önnur ónýt.
ZX-6RR
Re: Ljós
Það eru ekki startarar í Juwel ljósastæðunum. Ballestin er elektrónísk, eða á íslensku: Straumfestan er rafeindastýrð.Anna wrote:Ég er með Juwel ljós sem er hætt að lýsa
Ég ætlaði að byrja á því að skipta um startara - en ég finn ekkert svoleiðis!!!