Ég er nýr hérna á fiskispjalli og langaði sjá hvort það væri einhver sem ætti flotta Full Red gúbbí fiska?

Ég átti mjög flottan kynstofn fyrir einhverjum árum en þá hafði ég engan áhuga á þeim. Seinasta ár hefur farið í að halda í stofninn og fá hann í gang aftur.
Einmitt núna á ég eitt 100L búr með 20-25 gúbbí fiskum, mest kerlingar, allt systkini. (Þau eru afkvæmi karls úr mínum stofni og aðkeyptrar kerlingar).
Svo er pabbi með 400L búr með allskonar fiskum, m.a. tveimur flottum gúbbí körlum frá mér.
Einnig á ég lítið 40L búr fyrir salamöndruna mína.
Svo er líka 2L krukka undir seinast got, þar eru 3 eftirlifandi seiði.
Mér finnst rosa gaman að hobbí-rækta gúbbí-fiska og plöntur líka. Verst hvað plönturnar spjara sig illa út af sniglunum sem hafa fyllt 100L búrið mitt...
En allavega, eru einhverjir hér sem eru að rækta gúbbí, og kannski Full Red líka?
