240L Diskusabúr

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

240L Diskusabúr

Post by Tommi »

Það er orðið ansi langt síðan ég hef póstað inn myndum af búrinu mínu. Fyrir nokkrum vikum ákvað ég að kaupa mér þrjá diskusa, en fljótlega bættust við 2 í viðbót.

Hér eru allavega nokkrar myndir af fiskunum og gróðrinum.


Image
Heildar mynd af búrinu.

Image
Rasbora og Axarfiskar í fyrir ofan Cryptocorine plöntu

Image
Blue diamond og tveir Red turquoise.

Image
Búrið séð frá hlið

Image
Aftari diskusinn er Heckel blendingur.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Varstu ekki með diskusa fyrir ?
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

Post by Tommi »

jú, ég var með einn diskus. En það var lítið fjör í því.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fallegir fiskar en langflottastur er gróðurinn hjá þér.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Endilega senda okkur myndir af búrinu reglulega, fáir sem eru með græna fingur og kannski kemur meiri metnaður í gróðurbúrin hérna í bænum ef menn sjá hvað er að gerast norðan heiða
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

vá ef það er eitthvað sem mér finnst flott þá eru það gróðurbúr með flottum fiskum í 8)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Brilliant hjá þér Tommi að vanda, kannast ég við eitthvað af þessum plöntum?

Ertu enn bara með 2 30W perur í búrinu? Eða varstu búinn að bæta eitthvað við það?
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

geðveikt búr! :P
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Snilldar búr.
Vildi að sprettan væri svona flott á mínum bæ.
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

Post by Ragnarvil »

Fallegur hjá þér gróðurinn, geggjað búr.
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

Post by Tommi »

Takk fyrir kommentin :)
Sven wrote:Brilliant hjá þér Tommi að vanda, kannast ég við eitthvað af þessum plöntum?

Ertu enn bara með 2 30W perur í búrinu? Eða varstu búinn að bæta eitthvað við það?
Jú þú ættir að kannast við eitthvað af þessum plöntum. Ég man ekki alveg hvað ég lét þig fá, en það var allavega rauða rotalan aftast og echinodorus tenellus.

Ég keypti nýja ballsest með T5 perum hjá Varg fyrir um hálfu ári síðan og svo bætti ég einni 25W T8 peru við, sem hangir undir lokinu aftast í búrinu. Ég held að ég sé með samtals 141W lýsingu í búrinu, sem er alveg sæmilegt.
Post Reply