Yfirleitt notað Wött per gallon. Ef það er yfirfært á lítra væri það (Wött/L)*3,76 til að fá svipuð gildi.
Þú getur mest verið með 24W T5HO í þessu búri uppá lengd að gera
# W WPG WPL
1 24 0,752 0,2
2 48 1,504 0,4
3 72 2,256 0,6
4 96 3,008 0,8
0,6 WPL er um það bil medium ljós þar sem þú ættir að geta verið með margar tegundir af plöntum í og í 0,8 WPL ertu kominn í high ljós þar sem allar plöntur ættu að ganga. Hinsvegar ef þú passar þig ekki gæti búrið orðið fullt af þörungi í staðinn
Ef þetta væri ég myndi ég fara í 4 perustæði. Lang skemmtilegast að geta verið með hvaða plöntur sem er og munar litlu í verði þar sem það getur verið kannski nokkrir hundraðkallar á milli ballesta og fatningarnar eru frekar ódýrar. Ef þú lætur svo flúrlampa smíða þetta fyrir þig þá smíða þeir þetta í pörum yfirleitt (allavega síðast þegar ég fór þangað að kaupa dót sýndi hann mér einmitt eitthvað sem hann var að smíða fyrir fiskabúr og það var í pörum).
Ég setti 3x18W T8 í 60L búrið mitt um daginn og það kostaði um það bil 2500kr fyrir electróníska ballest, 1200kr fyrir kjarnaballest, 350kr fatning, 4M af vír ~ 250kr, skrúfur ~ 50kr, startarar ~ 400kr
Samanlagt var þetta í kringum 5000kr. Þetta hefði verið ódýrara ef ég hefði valið að fara í kjarnaballest til að byrja með en ég hélt að það væri svaka mál að vera með startara þannig að ég valdi electróníska. Það tók hinsvegar 10 mín að læra að tengja kjarnaballest þannig að ef þú vilt spara mæli ég með henni.
Með lamirnar mæli ég með að þú kíkir á heimasíðuna hjá ikea, þeir eru með fullt af þeim fyrir allskonar skápa hjá sér. Mátt endilega koma með myndir þegar þú byrjar að smíða
