Perur fyrir gróður

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Perur fyrir gróður

Post by Sirius Black »

Ætla að setja 60L búrið mitt upp sem gróðurbúr en gallinn er sá að það er aðeins eitt perustæði (Tetru búr) og var ég að spá því hvaða pera sé best til að hafa, til að fá góða birtu og gott ljós fyrir gróður.
Peran sem er núna er einhver Daylight pera (15W) sem er ekki sérstaklega gerð fyrir fiskabúr. Þessi pera olli miklum brúnum/grænum þörungi á glerinu. Er því að spá í að skipta um peru í því bara til að fá bestu birtuna fyrir gróður og fiskana :) Vil ekki hafa allt búrið í þörungi :P

Og því er spurningin, hvaða pera er best í svona búr, fyrir plöntur, þegar aðeins er hægt að hafa eina peru? :)
200L Green terror búr
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Aquastar 15w 45cm.
Frábær pera bæði ein og sér og með öðrum perum, gefur fallegan bláan tón og kallar vel fram litina í fiskunum.
Verð kr: 1.490.-
Vörunr: PE009

Sá þessa hérna á spjallinu hjá Vargi, myndi þessi ganga fyrir gróður og þessháttar?
200L Green terror búr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Best væri að hafa gróðurperu en lýsingin af henni einni og sér er frekar leiðinleg.
Aquaatar eru frábærar perur og gefa fallega lýsingu í búrið. Ég hef notað þessa peru eina og sér fyrir gróður og það kom ágætlega út.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég er með þessa peru eina og sér og hún kemur vel út.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
maggmagg
Posts: 26
Joined: 07 Feb 2009, 23:50

Post by maggmagg »

Sirius Black wrote:Aquastar 15w 45cm.
Frábær pera bæði ein og sér og með öðrum perum, gefur fallegan bláan tón og kallar vel fram litina í fiskunum.
Verð kr: 1.490.-
Vörunr: PE009

Sá þessa hérna á spjallinu hjá Vargi, myndi þessi ganga fyrir gróður og þessháttar?
er í sama vandamáli með tvö lítil búr hjá mér. er þetta stungupera? mér var tjáð það í ónefndri gæludýraserslun í bænum að það væri bara til daylight perur í stunguperu forminu
7 Discusar
2 Kuhli álar
7 Ancistrur
5 glærar rækjur
20 Neotetrur
3x5línubarbar
8 gúbbý
1 skali
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

ég er með 30w T8 Cool Daylight 865 í búrinu hjá mér (ekki stungin pera)
allt fínt og flott eins og er
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

Post by Ragnarvil »

Ég er með gróðurbúr og Aquastar 15w peru, sprettan í búrinu er ótrúlega mikil. Þarft ekki að hafa áhyggjur af því.
Post Reply