Góðan daginn.
Ég hef verið með skjaldbökur í nokkur ár og haft frekar stórgerða möl í botninum. Um daginn fór önnur bakan að borða steinana svo ég fjarlægði mölina.
Ég spyr; hvað mælir fólk með í botninn?
Mér datt í hug sand úr Nauthólsvík. Er hann í lagi?
Takk fyrir
Snorrinn
Sandur í búr
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Það er mælt með að hafa ekkert í botninum fyrir skjaldbökur
Sandurinn í N.vík hentar ekki þar sem þetta er skeljasandur og þá mjög kalk ríkur sem gerir hann mjög girnilegan í augum bökunar
Þegar bökur eru að borða steina/Sand er það oft tákn um kalk skort, ertu með UvB ljós fyrir bökuna þína yfir landinu hennar ?
Sandurinn í N.vík hentar ekki þar sem þetta er skeljasandur og þá mjög kalk ríkur sem gerir hann mjög girnilegan í augum bökunar
Þegar bökur eru að borða steina/Sand er það oft tákn um kalk skort, ertu með UvB ljós fyrir bökuna þína yfir landinu hennar ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
Takk fyrir svarið.
Ég er með þannig peru yfir landinu. Skjaldbakan sem er að borða steinana er ný búin að verpa svo líklega er hún að leita sér að kalki.
Mér fynst búrið svo agalega ljótt með glerið bert. Einu sinni þegar ég var með minna búr hafði ég sturtubotns/baðbotns mottu í botninum sem kom vel út. Þá voru þær minni og ég hafði fiska líka sem kvörtuðu ekki yfir mottunni, en þeir fóru svo að tínast í kjaftinn á skjaldbökunum eftir því sem þær stækkuðu. Ég held ég munu leita mér að svona mottu í búrið, þ.e.a.s ef enginn hefur eithvað útá það að setja.
Takk fyrir mig
Snorrinn
Ég er með þannig peru yfir landinu. Skjaldbakan sem er að borða steinana er ný búin að verpa svo líklega er hún að leita sér að kalki.
Mér fynst búrið svo agalega ljótt með glerið bert. Einu sinni þegar ég var með minna búr hafði ég sturtubotns/baðbotns mottu í botninum sem kom vel út. Þá voru þær minni og ég hafði fiska líka sem kvörtuðu ekki yfir mottunni, en þeir fóru svo að tínast í kjaftinn á skjaldbökunum eftir því sem þær stækkuðu. Ég held ég munu leita mér að svona mottu í búrið, þ.e.a.s ef enginn hefur eithvað útá það að setja.
Takk fyrir mig
Snorrinn