Veit einhver um lækningu fyrir þessu ?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Veit einhver um lækningu fyrir þessu ?

Post by Gaby »

Eftir nokkurra mánaða pásu af fiskaspjalli ákvað ég að koma með spurningu í sambandi við gullfiskinn minn..

ég veit að þetta mun hljóma ótrúlega en...

ég á stóran 2 ára gullfisk, það er búin að myndast einhversskonar himna fyrir öndunarveginn hans nema á himnunni er lítið gat sem hann getur andað í gegnum.
Þetta gat er svo lítið þannig hann fær ekki nægt súrefni, þannig hann er farinn að anda óvenjuhratt og hann er alveg hættur að éta nokkurn mat.
Þessi himna er svo þunn að ég get séð allt plássið sem er fyrir aftan hana sem hann hefur áður haft.
Ég get svarið það að þessi "himna" hefur aldrei verið í honum áður.
Það má segja að ég horfði á þessa himnu myndast en ég hélt að þetta mundi ekkert trufla hann, veit ekkert hvað ég var að hugsa þá.
Þannig ég var að velta fyrir mér er hægt að losna við hana á einhvern hátt því ég sé að þetta er að trufla hann ekkert smá mikið.

Allar ábendingar og öll ráð vel þegin.
og ef þið hafið einhverjar spurningar endilega spurjið mig og ég mun svara eftir minni bestu getu.
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Er þessi himnar yfir munninn eða tálknin? Ef ekki, þá er hún ekki yfir öndunarveginum. Flestir fiskar anda inn um munninn og út um tálknin, ekki inn um nasirnar.

Mér dettur í raun ekkert í hug hvað þetta geti verið, en fyrsta skref væri að fullvissa sig um að vatnsgæðin séu góð og skipta út vatni. Svo væri gott að setja 1-2gr/l af salti í búrið eftir vatnsskiptin.

Mynd myndi líklega hjálpa við greininguna á þessu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

þessi himna er í rauninni inní munninum ansi erfitt að útskýra hvar hún er staðsett en hún er allavegana á þannig stað að öndunin er erfið fyrir honum, hann hreyfir alveg tálknin en ansi hratt. en mér finnst alltaf gatið sem er eina sem gerir honum kleyft að anda að sér súrefni vera að minnka og minnka með tímanum :? .
það er nú þegar komið vatn í búrið (vegna ég er að losna við hvítblettaveikina, sem 3 fiskar hjá mér hafa af 5) ég skipti um vatn á laugardaginn og þreif það alveg í gegn í von um að laga þetta hjá grey fiskinum.

en ég er alveg svartsýn á að hann muni losna við þetta, en ég ákvað samt um að spurja um það hér til að vera alveg viss hvort það væri ekki lækning fyrir þessu.

það er ansi erfitt að taka mynd af þessu því að gullfiskurinn er ansi órólegur og þar á meðal ósamvinnuþýður í að leyfa manni að taka mynd af þessu..
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Er hann þá að ná að borða? fyrst hann getur rétt svo andað.
200L Green terror búr
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

ÉG myndi prufa að salta 4g per líter byrja á 2 g fyrsta daginn og bæta svo öðrum 2 g við þann næsta.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Sirius Black wrote:Er hann þá að ná að borða? fyrst hann getur rétt svo andað.
nei. hann borðar ekki neitt lengur, eftir að gatið varð minna.. enda orðinn ansi slappur og líflaus greyið.

mér finnst samt ótrúlega erfitt að horfa uppá hann svona, en vildi tékka hvort einhver hér vissi um lækningu.
ef enginn hér veit um lækningu endar það greinilega með því að ég þurfi að drepa hann :? og það vil ég alls ekki gera.
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ef þetta er einhver himna sem fer yfir munninn á honum, geturðu þá ekki bara veitt hann og stungið á himnuna til að auðvelda honum að anda?
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

himnan fer ekki yfir munninn heldur er hún inní munninum á honum og er búin að vaxa rétt fyrir aftan munnopið.

Jú ég var einmitt fyrst að pæla í því, en er samt hrædd ef það fer úrskeiðis eða gera þetta verra fyrir hann.. :?
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

þú getur varla gert verra með því að reyna að hjálpa honum. veiddu hann upp og settu hann á blautt handklæði og sjáðu hvort þú getur eitthvað hreinsað þetta í burtu með eyrnapinna. vertu bara ekkert lengi að þessu, það er ótrúlegt hvað þeir tóra uppúr vatninu.

ég myndi passa að handklæðið væri svipað heitt og fiskabúrið og setja hann svo í saltað vatn á eftir til að minnka hættuna á sýkingu. auðvitað getur hann drepist og jafnvel úr sjokki en hann er augljóslega mjög þrekaður og bara spurningin að reyna.
Post Reply