Hmm... í hvert skipti sem ég skipti um vatn í búrinu að þá drepast alltaf einhverjir og seiðin með klemmdan sporð ég keypti lyf gegn þessu og skipta um alla púðana í dælunni en ekkert virðist virka á þetta.... What To Do ???? HJÁLP
Hljómar eins og Costia, það eina sem vinnur á henni er held ég formalin.
Ég hef glímt við þetta með litlum árangri og endaði á að farga miskunarlaust þeim fiskum sem sýndu einkenni þar til þetta gekk yfir.
Talandi um Formalín, hefur þú notað það Jón eða aðrir og þá hvað sterkt og í hvaða hlutföllum ?
Ég er aðeins að prófa mig áfram með það en er hálf ragur að sulla miklu í búrin.
Er gefið upp á dollunni hvað það er sterkt ?
Hvað setur þú mikið í hverja 50 lítra.
Þegar þú talar um þrjú rensli, hvernig virkar það ? Setur þú þá þrjá skammta í röð á nokkura daga fresti ?