Hvar fær maður bestu fiskana?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Fiskó eru bestir.
Ace Ventura Islandicus
Rembingur
Posts: 138
Joined: 13 Oct 2007, 15:00

Post by Rembingur »

Já sammála síðasta ræðumanni.....FISKÓ.....veit ekki betur en þar sé samtals yfir 100 ára reynsla manna í fiskum og tilheyrandi....eins og maðurinn sagði...... FISKÓ ERU BESTIR.........mitt mat. En auðvita eru aðrar verslanir svo sem ágætar.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Hvar fær maður bestu fiskana?

Post by Vargur »

snorrinn wrote:Ég er nýr í þessu hobbýi og langar að heyra (frá aðila sem á ekki hagsmuna að gæta) hvar er best að versla fiska og fylgihluti?
Það er skondið að sjá starfsmenn verslana skella því hér í þráðinn að þeirra verslun sé best.
hemull
Posts: 6
Joined: 10 Jun 2008, 23:56

Post by hemull »

Ég segi Dýragarðurinn :) finnst starfsfólkið þar alveg æðislegt og hresst :) og svo eru fiskarnir flottir og úrvalið oft mikið :)
Hef eitthvað farið í Fiskó en starfsfólkið þar finnst mér ekki upp á marga fiska :oops: jújú gætu vitað heilmikið en hressleikinn er ekki hafður í fyrirrúmi þar og því fer ég helst ekki þangað en mér finnst úrvalið þar oft svaka mikið og fallegir fiskar og tek ég þá framyfir Dýraríkið :) en Dýragarðurinn á þó vinninginn :D
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

hmm..... ég get ekki séð hvað hressleiki hefur með góða þjónustu að gera. það er líka sölutækni að segja þér alltaf það sem þú vilt heyra hvort sem það er rétt eða ekki. ég kíki oft í dýragarðinn og fæ mér kaffi og spjalla þar sem hann er líka rétt hjá þar sem ég á heima. en ef ég fæ hlutina ódýrari annarsstaðar eða þeir eiga ekki það sem ég er að leita að þá versla ég að sjálfsögðu í hinum búðunum. maður lætur ekki hafa sig í rassvasanum.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Re: Hvar fær maður bestu fiskana?

Post by animal »

Vargur wrote:
snorrinn wrote:Ég er nýr í þessu hobbýi og langar að heyra (frá aðila sem á ekki hagsmuna að gæta) hvar er best að versla fiska og fylgihluti?
Það er skondið að sjá starfsmenn verslana skella því hér í þráðinn að þeirra verslun sé best.
Hehe, nema hvað!

Annars biðst ég forláts ef glensið frá mér hefur valdið óþægindum.
Held mig bara við það að vera fúll :roll:
Ace Ventura Islandicus
Post Reply