heh nah er nú ekki farinn í þann pakka ennþá... Hef verið með convict bara eins og flestir held ég. Það á samt eftir að gerast einhvern daginn að ég fái mér einhverjar stórar og flottar amerískar, hef alltaf verið lúmskt hrifinn af óskurunum.... Vill samt vera búinn að fá mér stórt búr fyrst, allavega svona 500-900 lítra .. en maður verður víst að komast í eitthvað stærra húsnæði fyrst
Jú veistu ég held að það sér alveg kominn tími á að ég fari að redda því... þarf bara að þrífa það fyrst það er kominn svo mikill þörungur í það, svona einhver rauð/brúnn þörungur, veit einhver afhverju það er? Of lengi kveikt á ljósinu eða eitthvað?
Hmm peran fylgdi með búrinu, veit ekki hvað hún er gömul en sjálfsagt kominn tími til að skipta um hana... Ljósið logar yfirleitt í svona 12 tíma á dag myndi ég segja. Er það of mikið eða?
Í stóra búrið er kominn mikill grænn þörungur, er það líka útaf of miklu ljósi?
Ef ljósið logar í 12 tíma í litla búrinu og samt er mikill brúnþörungur þá er peran sennilega gömul eða einhver léleg týpa, veistu hvað var áður í búrinu, er kanski reptile pera í því ?
Ef kminn er mikil grænþörungur í hitt búrið þá er ljósið sennilega að loga of lengi og hugsanlega ertu að fóðra of mikið. Prófaðu að láta ljósið bara loga í 2-3 tíma á dag eða jafnvel ekkert og fóðraðu bara pínulítið, þá ætti þörungurinn að hverfa á 3-4 dögum. Búrið þitt er enn svo nýtt og sennilega ekki komið jafnvægi í það og því á þörungurinn auðvelt uppdráttar.
Svo er bara að raða ancistum og svoleiðis fiskum í búrið.
Já það gæti verið að ég sé bæði að fóðra of mikið og líka að ljósið sé of lengi kveikt.. fer stundum alveg upp í 14 tíma á dag... ég prófa þetta með að fóðra minna og hafa styttra kveikt á hverjum degi.
Það eru 4 ancistrur í búrinu, orðnar stórar og gamlar held ég.. ætti kanski að skipta svona tveim út fyrir yngri
Ég var eitthvað að flakka á leit.is til að ath hversu vel gengi að finna fiskaspjall.is og rakst þá á þetta; http://www.verslo.is/home/ragmrey/um.html
Fannst ég kannast eitthvað við kauða.
Geri ráð fyrir að þetta sé um 3 ára gamalt.