Ég er með nokkur fiskabúr, þar af eitt 100L með 20-30 Gúbbí fiskum.
En þeir eru alls ekki einu lífverurnar í búrinu, heldur eru hundruð snigla af þremur tegundum.
Ein sniglategundin er lík þessari hérna:

Þeir fara hátt og lágt um búrið: Borða þörunga af glerinu eða hanga á plöntum og flotgróðri. Ég hef líka séð þá fljóta beint upp stundum.
Þessi tegund hefur líklegast komið með gróðri sem ég hef fengið.
Hin tegundin lítur einhvernvegin svona út:

Þeir hanga mest á botninum. Grafa sig ofan í sandmölina og koma svo uppúr ef það er æti að finna eða silast um steina og annað dót.
Ég fékk þessa í dýraríkinu þegar mér fannst of lítið líf vera í búrinu mínu.
Svo er líka þriðja tegundin, sem kom örugglega líka með einhverjum gróðrinum, en er nánast útdauð.
Hún lítur einhvernvegin svona:

En það er of mikið af þeim í búrinu mínu... Þeir sækja á plönturnar, kannski helst fyrsta tegundin. Og ég met plönturnar næstum jafn mikið og fiskana, svo það gengur ekki. Ég vil helst komast hjá því að taka alla sandmölina uppúr og sjóða hana, eða setja eitthvert eitur út í.
Ég hef heyrt af nokkrum aðferðum og vildi vita hvað virkar best...
Þ. e. setja gúrku í búrið og taka hana svo úr þegar sniglarnir safnast á hana.
Eða þá kaupa sér önnur dýr sem éta snigla. Þá jafnvel kaupa eplasnigla... Það væri gaman að eiga þá og það er auðvelt eiga við þá ef með þarf.

Hvaða aðferð mælið þið með til að losa við snigla?