Hvað segið þið fiskifræðingarnir?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
spretta
Posts: 11
Joined: 03 Mar 2009, 14:40

Hvað segið þið fiskifræðingarnir?

Post by spretta »

Núna ætlum við hjúin að fá okkur fiska en við búum úti á landi. Förum á Akureyri um helgina og frá fös til sun. Höfðum hugsað okkur að kaupa bara allar græjurnar á laugardeginum þar sem dýrabúðin er lokuð á sunnudegi. En haldiði að fiskarnir muni lifa þetta ferðalag af? Semsagt vera keyptir á laugardegi og svo farið heim á sunnudegi? Eða gæti ég fyllt búrið þeirra af vatni og verið með það í bílnum þannig? Öll ráð vel þegin! :D
Mörðurinn
Posts: 133
Joined: 25 Feb 2009, 17:19

Post by Mörðurinn »

Það væri misþyrming á fiskunum!
Við búum jú á Íslandi. Það er hætta á því að búrið fari í sundur og hitinn fari bara í eitthvað bull. Ef að ég væri þú þá myndi ég bara láta senda mér fiskana eða bara sleppa þessu :P
Last edited by Mörðurinn on 03 Mar 2009, 18:12, edited 1 time in total.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég er á því að fiskarnir gætu lifað þetta en það er mikil áhætta, ég mundi kaupa búrið og 2-3 plöntur, koma búrinu í gang og svo næst þegar þú ferð þá geturu keypt fiska. Farðu samt helst beint heim aftur.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Getur þetta með 10 lítra (matar plast) fötum, heldur vatninu í réttu hitastigi og skiptir út 1 líter af vatni út á 6 - 12 tíma fresti ef þetta eru margir fiskar
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jamm, amk ekki reyna að fylla búrið í bílnum :)

Kaupa fötu - t.d. 10l málningarfötu með loki (verður að vera ný og hrein!) og fara eftir ráðum squinchy.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

50 lítra bala+50w hitari,þið gistið væntanlega á Akureyri?

plöggið bara hitarannum í samband þar.og kanski loftdælu til að hafa hreyfingu á vatninu :idea:
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Getið þið ekki látið senda ykkur fiskana eftir helgina ?
þá hafið þið góðan tíma til að setja allt upp og gera klárt
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Alger óþarfi að stressa sig svona, byrja bara á búrinu og setja það upp í rólegheitum og láta allan búnað virka eðlilega.
Fá svo fiskana í næstu ferð eða láta senda þá og auka þannig líkurnar á að allt gangi vel og minka líkur á óþarfa dauðsföllum í kjölfar flutninganna.

Ef þið viljið endilega kaupa fiskana þá er málið að kaupa bara nokkra harðgerða fiska til að byrja með og bæta svo við síðar.
spretta
Posts: 11
Joined: 03 Mar 2009, 14:40

Post by spretta »

Takk fyrir svörin! Ég vil samt taka það fram að ég bað um ráð til þess einmitt að gera þetta sem auðveldast fyrir fiskana!

En segið mér hvernig eru fiskar sendir til manns? Með flugi eða bíl?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

bæði. Þeir eru bara settir í poka, bundið vel fyrir svo súrefnið haldist í pokanum, svo ef einhver sem þú þekkir er að fara með bíl eða flugvél þangað sem þú átt heima, þá getur viðkomandi tekið þá fyrir þig, en ég held að búðir senda með flugi ef fiskar eru keyptir fyrir ákeðinn mikinn pening.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Mörðurinn
Posts: 133
Joined: 25 Feb 2009, 17:19

Post by Mörðurinn »

Hjá Trítlu og fleirum er 10.000kall lámarkið
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

það er dáldið groddalegt að setja fiska í búrið um leið og það er sett upp :roll: ef ég veit rétt er bara um eina verslun að ræða á Akureyri en ef þið prófið að hringja í fleiri á höfuðborgarsvæðinu er kannski meira úrval í boði og þið jafnvel fáið einhvern svona pakkadíl þá fáið þið kannski jafnvel meira fyrir peninginn!
spretta
Posts: 11
Joined: 03 Mar 2009, 14:40

Post by spretta »

gudrungd wrote:það er dáldið groddalegt að setja fiska í búrið um leið og það er sett upp :roll: ef ég veit rétt er bara um eina verslun að ræða á Akureyri en ef þið prófið að hringja í fleiri á höfuðborgarsvæðinu er kannski meira úrval í boði og þið jafnvel fáið einhvern svona pakkadíl þá fáið þið kannski jafnvel meira fyrir peninginn!
Afhverju er það groddalegt? Er ekki ætlast til þess að það séu fiskar í búrinu???
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Það þarf að byggjast upp flóra í búrinu og oft gott að láta það ganga í viku áður en að fiskar eru settir í.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

spretta wrote:
gudrungd wrote:það er dáldið groddalegt að setja fiska í búrið um leið og það er sett upp :roll: ef ég veit rétt er bara um eina verslun að ræða á Akureyri en ef þið prófið að hringja í fleiri á höfuðborgarsvæðinu er kannski meira úrval í boði og þið jafnvel fáið einhvern svona pakkadíl þá fáið þið kannski jafnvel meira fyrir peninginn!
Afhverju er það groddalegt? Er ekki ætlast til þess að það séu fiskar í búrinu???
Oftast talið betra að hafa t.d dælu og þannig í gangi í að minnsta kosti sólarhring. Einnig verður búrið oft svakalega gruggugt þegar verið er að stússast í þessu, t.d var ég að setja upp eitt 60L búr og ég sá ekki í bakgrunninn á búrinu :P lét það setjast yfir nóttina og bætti svo við dælu reyndar nokkrum dögum seinna :P er svo búin að vera með dælu í nokkra daga og hitara í gangi núna í tvo daga og var að setja tvo fiska í það rétt áðan:) Er reyndar með annað búr þannig að maður er ekki eins spennt og þegar ég var að setja mitt fyrsta búr upp :) sem sé að setja fiska í þetta :P vildi gera þetta svona hægt og rólega núna :P En ég hef samt sett strax fiska í nýtt búr þar sem ég var að skipta um búr og setja á sama stað og gamla búrið var og það gekk fínt og allir lifandi :) en hefði viljað bíða með að setja þá en taldi betra fyrir þá að vera í 180L búri en smá fötu :P
200L Green terror búr
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

þú þarft líka að læra um "cycling". ammoníak, nitrit, nitrat hringinn.. þú getur sett bakteríur í búrið, safestart frá tetra og fleiri tegundir en það þarf að koma á ákveðinni hringrás af niðurbroti á úrgangsefnum. ef það gerist ekki þá drepast fiskarnir eftir ákveðinn tíma úr ammoníakeitrun.
Last edited by gudrungd on 03 Mar 2009, 23:06, edited 1 time in total.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Síkliðan wrote:Það þarf að byggjast upp flóra í búrinu og oft gott að láta það ganga í viku áður en að fiskar eru settir í.
Flóra byggist upp með því að hafa fiska, eða ég hef talið það :P annars ertu bara með hreint vatn sem dælan er að hringsóla með. Allavega er ég t.d núna að byggja upp flóru í nýja búrinu mínu með því að hafa tvo fiska í því :) Maður þarf bara að vera duglegri að skipta um vatn svona fyrst um sinn.
200L Green terror búr
Freyr Gauti
Posts: 1
Joined: 02 Mar 2009, 02:13

Post by Freyr Gauti »

Ef þú ert að fara versla í Dýraríkinu(blómaval) Akureyri þá er opið þar til 5 á sunnudögum.
User avatar
oggi
Posts: 72
Joined: 23 Feb 2008, 12:52

Post by oggi »

Þegar að ég hef þurft að flytja fiska langt eða hafa þá lengi án búrs þá hef ég haft þá í stóru kæliboxi. Ekkert sull í bílnum og ekkert mál.
spretta
Posts: 11
Joined: 03 Mar 2009, 14:40

Post by spretta »

Freyr Gauti wrote:Ef þú ert að fara versla í Dýraríkinu(blómaval) Akureyri þá er opið þar til 5 á sunnudögum.
Ó ég las bara á netinu að það væri lokað á sunnudögum.


Annars gæti ég líka alveg keypt búrið um helgina og látið senda mér fiskana viku eftir að búrið er komið upp. Þau í búðinni geta örugglega sagt mér allt um þetta.
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun »

ég hef reynt bæði í fötu og í fiskaburi. það er ekki hægt að flytja fiska á fiskabúri, bíllinn blotnaði mikið en það er fínt í lokaðri málningarfötu
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég hef flutt fiska í fiskabúri, tók vatnið úr búrinu, skildi eftir nokkra sentimetra af vatni og setti búrið upp á nýja staðnum :) ekkert mál.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply