Þetta lítur út eins og sérstaklega slæmt tilfelli af finrot eða einhverju svoleiðis ógeði. Ég myndi giska á að vatnsgæðin séu ansi langt frá því að vera góð hjá þér.
Ég mundi nú ekki einu sinni gefa honum 1-2 mínútur í viðbót, þú hlýtur að sjá það sjálfur að þessi fiskur er að étast upp hægt og rólega.
Prófaðu að ímynda þér hvernig það væri ef þú værir búinn að missa allt skinn af höndum og fótum og læknar mundu segja "við skulum sjá til í 2-3 daga hvort hann jafni sig ekki áður enn við gerum eitthvað"
(Dáldið dramatískt en þetta er bara ógeðslegt)
Jaguarinn wrote:já eg erað spá í að gefa honum 2-3 daga til að jafnasig ef honum vesnar bara þá aflífa ég hann
Ertu að salta eða gefa lyf? af því þú segir 2-3 daga til að jafna sig en ef þú ert ekki að gera neitt í málinu heldur bara að sjá til þá mun honum ekki batna úr þessu finnst þetta svakalegt tilfelli.
ég vildi bara láta vita að hann er að skána og orðin mikkluflotari en á myndonum nema að sporðurin fór af en það er alt gróið og uggarnir ornir flottir