hef aldrei notað flassið við fiskamyndatökur, já og bara myndatökur almennt. mér hefur ekki fundist það koma vel út en ég fékk smá leiðbeiningar á fundinum áðan varðandi ljósop og lokunarhraða með flassi og prófaði á glæsilegum Flowerhorn sem Vargur fékk gefins á fundinum.
Sé svo hvernig tekst til hérna heima með smá æfingu...
Með flassi er augljóslega hægt að hafa miklu betri fókus og taka hraðar heldur en þegar maður tekur flasslaust, en svo er smekksatriði hvernig maður vill hafa þetta.
Þetta er bara innbyggða flassið, eflaust hægt að gera mun betur með góðu flassi.
þetta voru greinilega mistök hjá mér að láta þig prufa þessa vitleisu
en eins og þú sérð þá bíður þessi aðferð upp á miklu meiri möguleika á gæðum í myndunum og óttast ég mjög að þú farir að æfa þig og þá á ég ekki möguleika í að ná þessum gæðum sem vélin þín bíður uppá
hvaða linsu varstu með? þessi flasslausa er mjög flott, öll smáatriðin í andlitinu og hreistrinu. ég hef ekki verið að taka neinar úber myndir en mér finnst alveg vonlaust að taka með flassi, fletur allt út. maður ætti kannski að prófa að taka lokið af búrinu og hafa flassið "off camera" og lýsa ofaní búrið?
mér keypti gróður um daginn og fékk litla rækju (~1cm) með sem var að fela sig í gróðrinum.. ég henti henni í 85L gróðurbúr hjá mér voða glaður en svo þegar ég prófaði að taka myndir af henni áðan fannst mer eitthvað gruggugt við hana
sjáiði hvað það er:
Convict durgur sem ég var að fara að lóga (það vex stórt æxli úr tálknunum hinu megin) en ákvað að geyma hann i tómu 100L búri á meðan ég athuga hvort hægt sé að lækna hann:
jæja maður er orðinn spenntur fyrir fiskaherberginu, verst að maður er ekki með mikið til að setja í það.
ég byrja á að henda inn 100L, 85L og 60L en annars var ég að skissa upp fyrstu drögum í herberginu, þar sést 100L búrið við skrifborðið og svo er ég að hugsa um að byrja á tvöföldum rekka (6x200L) og svo jafnvel eitt meðalstórt búr (300-500L) og jafnvel meira seinna meir...
neibb, og ætla þessvegna ekki að fylla það af búrum
þetta herbergi er bara nokkrum skrefum frá íbúðinni minni en ég stefni á að nota baðherbergi þarna við hliðiná og ~10m slöngu til að sullast