Brichardi pælingar

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Brichardi pælingar

Post by Bob »

ég og frúin erum með smá vangaveltur um að bæta við einu búri á næstuni og langar okkur til að skella í það brichardi... ég veit ég veit.. convict afríkunnar, hrygna eins og brjálæðingar og allt það en við höfum bara gaman að því og fynst okkur þetta fallegir fiskar :)

en ég hef nokkrar spurningar sem gott væri að fá svör við.

1. Hvaða búrstærð myndi passa fyrir brichardi par? höfum ekki endalaust pláss. ættlum okkur bara að hafa brichardi í búrinu. 1 par og kanski 2-3 anchistrur.

2. passa annars einhverjir flottir fiskar við með þeim?

3. einhverjar sérstakar aðstæður sem þeir þurfa? heyrði einhverstaðar að þeir þurfa mikið af hellum??

4. er einhvað hægt að losa sig við seiðin fráþeim þar sem ég hef heyrt að þeir fjölga sér jú... óhugnanlega hratt :) og þá meina ég .. taka dýrabúðir við þeim eða ?

5. hversu erfitt er að fá par hjá þeim? er nóg að kaupa bara 1 kk og 1 kvk eða þarf að kaupa nokkra og bíða og sjá hverjir para sig saman og taka svo hina frá?

Allar upplýsingar vel þegnar. og fleiri ráð og hugmyndir vel þegnar :)

Takk fyrir
Ekkert - retired
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Re: Brichardi pælingar

Post by Jakob »

Bob wrote: 1. Hvaða búrstærð myndi passa fyrir brichardi par? höfum ekki endalaust pláss. ættlum okkur bara að hafa brichardi í búrinu. 1 par og kanski 2-3 anchistrur.

2. passa annars einhverjir flottir fiskar við með þeim?

3. einhverjar sérstakar aðstæður sem þeir þurfa? heyrði einhverstaðar að þeir þurfa mikið af hellum??

4. er einhvað hægt að losa sig við seiðin fráþeim þar sem ég hef heyrt að þeir fjölga sér jú... óhugnanlega hratt :)

5. hversu erfitt er að fá par hjá þeim? er nóg að kaupa bara 1 kk og 1 kvk eða þarf að kaupa nokkra og bíða og sjá hverjir para sig saman og taka svo hina frá?

Allar upplýsingar vel þegnar. og fleiri ráð og hugmyndir vel þegnar :)

Takk fyrir
1. 120-160L væri gott fyrir par.

2. Aðrar Tanganyika síkliður en þá gæturu þurft stærra búr.

3. Brichardi og aðrar síkliður frá Tanganyika vilja hart vatn, notaðu grjót og steina sem skreytingar og hella ekki rætur því að þær mýkja vatnið (lækka ph).

4. Veit ekki alveg með það en ég mundi halda að Trítla eða Dýragarðurinn, jafnvel Hlynur myndu taka við seiðum.

5. Ég kann ekki að kyngreina en ef að þú getur náð í staðfest par þá er óþarfi að fá aðra fiska með.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

ok geggjað. eru þetta ekki skemtilegir fiskar? hef séð á youtube myndbönd af þeim og þar virðast þeir frekar sprækir og activir :)
Ekkert - retired
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Að mínu mati eru þeir skemmtilegir.
Það eru til ungfiskar í Trítlu, held að það sé enn til slatti.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

já þarf nú samt að redda mér búri fyrst. hvort það gerist í þessum mánuði eða næsta veit ég ekki. vill bara vera kominn með "groundrules" á hreint fyrir þá ef við endum á því að skella okkur á brichardi :)

þarf maður ekki að fá fullvaxta fiska til þess að þeir pari sig? eða er nóg að fá einhverja hvað... 4-5 cm fiska??

og já... para þeir sig innan fjölskyldu líka? semsagt þegar afkvæmin eru orðin nógu stór??
Ekkert - retired
Post Reply