skiptir mestu máli finnst mér hvað er undir dælunni. ég er með 3 mismunandi dælur, tetratec sú eina sem er alltaf í gangi og ég þarf stundum að taka hana úr sambandi bara til að stoppa víbringinn annars heyrist ekkert í henni. svo er ég með rena dælu sem er upp á skáp og er búin að vera í notkun upp á síðkastið, ég endaði með að setja svamp undir hana af því að fór að syngja í skápnum undir henni.
já, þessi er nokkuð góð reyndar að því leyti að hún víbrar ekkert við undirlagið, en málið er það að ég er með þetta í svefnherberginu hjá mér og þarf helst að hafa dæluna sem hljóðlátasta upp á að geta sofið svo ef munurinn er ekki svo mikill á þeim þá er spurning um að slökkva bara á henni alltaf á næturna...
jú reyndra hrýtur hann mjog mjog mikið en ég hef sofið einusinni i herberginu og heyrði ekkert i henni en ju við erum meða frekar góðan einstreymisloka
mummi wrote:já, þessi er nokkuð góð reyndar að því leyti að hún víbrar ekkert við undirlagið, en málið er það að ég er með þetta í svefnherberginu hjá mér og þarf helst að hafa dæluna sem hljóðlátasta upp á að geta sofið svo ef munurinn er ekki svo mikill á þeim þá er spurning um að slökkva bara á henni alltaf á næturna...
Ég er aldrei með loftdæluna mína í gangi á næturnar held að þess eigi ekki að þurfa ef maður er með hana í gangi á daginn. En annars er ég með Rena loftdælu og ég hengdi hana bara upp á nagla þar sem þær mega ekki vera á gólfinu og það er enginn skápur eða neitt fyrir ofan búrið. En var með hana oft upp á búrinu og það var alltaf slatta víbringur og ég nennti því ekki lengur
En já sammála gudrungd , alls ekki sniðugt að hafa loftdælu á gólfinu, rafmagnið þyrfti ekki nema fara af og þá er allt vatn úr búrinu farið og allt á floti. Allavega ef ég hef haft dæluna á gólfinu þá hef ég alltaf verið heima og tekið hana úr sambandi þegar ég hef farið og sett hana upp á búrið svo hún sé hærra en það
það er nú í lagi að hafa hana á gólfinu ef meður er maeð góðan einstteymisloka en ef það er hægt að sleppa við það að hafa hana a gólfinu mundi ég ekki hafa hana a gólfinu
ég hef verið með einstreymisloka og hann hélt ekki. ég var bara svo heppin að loftdælan sjálf virtist stoppa vatnið, þrátt fyrir skýrar leiðbeiningar um að það mætti ekki hafa dæluna undir búrinu.
ég skil ekki hvernig vatnið á að komast upp fyrir vatnsyfirborðið þar sem loftslangan liggur upp í lokið á búrinu og þaðan niður í hillu hliðina á búrinu en annars er ég með þennan fínasta einsteymisloka just in case
mummi wrote:ég skil ekki hvernig vatnið á að komast upp fyrir vatnsyfirborðið þar sem loftslangan liggur upp í lokið á búrinu og þaðan niður í hillu hliðina á búrinu
Ég er viss um að fólkið sem hefur lent í því að þurka upp búrvatnið af stofugólfinu hjá sér eftir að loftdæla gaf sig hefur velt því sama fyrir sér.