Mér hefur verið að ganga mjög illa að ná seiðum undan gotfiskunum mínum. Hef komið að gotbúrinu tómu en kellan í því samt gotin. Einnig virtist hún samt bara hafa gotið hluta.
Einhver ráð um hvernig sé best að ná sem mestu undan þeim?
Mínar hafa verið svona líka.... eins og þær verði svo stressaðar í gotbúrunum. Það hefur virkað best hjá mér að vera með netabúr og setja javamosa í botninn og þeim líður oft betur að vera 2 saman. Hef fengi'ð alveg 70 seiði frá einni kellingu þannig Annars er ég bara með þær í búrinu núna og meða alveg heilann haug af javamosa og fullt af gróðri og það virkar líka rosa vel