Hvers konar búr á ég að velja ?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Klumpulokur
Posts: 5
Joined: 19 Oct 2006, 06:21

Hvers konar búr á ég að velja ?

Post by Klumpulokur »

Daginn

Ég ætla mér að starta ferskvatnsbúri og hafa það inn í stofu hjá mér í einbýlishúsi. Búrið skal vera a.m.k. 180 lítra, dökkt á lit og falleg mubla (með skáp).

Ég hef verið að skoða MP búrin, Juwel búrin og einnig Akvastabil. Ég er í bullandi vandræðum með að velja mér búr en langar að heyra frá ykkur hvaða reynslu þið hafið af ofangreindum búrum.

Ég hallast einna helst að Juwel búri, en þá þannig að nota og geyma tunnudælu í skáp undir búrinu. Rauðbrúnu búrin þar er afar falleg.

Látið í ykkur heyra og gefið mér ráð, takk.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég hef átt búr af öllum þessum tegundum og kann best við Juwel Rio búrin, þau eru langfallegustu búrin og engin búr nálægt því jafn þægileg í umgengni, hönnunin á loki og ljósum er alveg einstök.
Avkastabil búrin eru ágæt, glerið er reyndar þunnt í þeim og ljósin dýr en þau fást í silfurlit ef fólk er hrifið af þeim lit.

Juwel, mest fyrir peningin og fallegustu búrin að mínu mati.
Klumpulokur
Posts: 5
Joined: 19 Oct 2006, 06:21

Post by Klumpulokur »

Takk fyrir þetta.

Hefur svar þitt nokkuð með það að gera að þú ert Admin hér og tengist því væntanlega fiskabúr.is sem selur Juwel búrin ?

Ég spyr í góðu og alls ekki í neinum hroka eða slíku. Ég hef heyrt það að Juwel búrin séu ansi góð og er sammála þér að þau eru geysilega falleg og bera af hvað það varðar að mínu mati.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þessi síða er ekki á vegum fiskabur.is heldur einungis á mínum eigin vegum og fjármögnuð úr mínum eigin vasa.

Juwel fiskabúrin eru einnig seld Fiskó, verslunum FF og Trítlu.

Að vísu tengist ég Fiskabur.is aðeins og verslunin hefur gott tækifæri til að kynna sínar vörur hér en það hafa hins vegar aðrar verslanir líka en engin þeirra hefur sýnt áhuga á því.

Ég mæli hér á spjallinu einungis með þeim vörum sem ég sjálfur tel góðar, óháð verslunum eða framleiðendum. Ég er fullviss um að aðrir hér á spjallinu sem eiga Juwel búr taka undir með mér um ágæti þeirra.
Ég býst fastlega við að þú komist að sömu niðurstöðu ef þú berð saman fiskabúr frá nokkrum framleiðendum, prófaðu að opna opna búrið, taka lokið af osfr eins og þú sért að vinna í búrinu.

:)
Klumpulokur
Posts: 5
Joined: 19 Oct 2006, 06:21

Post by Klumpulokur »

Ég hef mikinn áhuga á rauðbrúnu 180 lítra Juwel búri en hef áhyggjur af því að búrið verði ekki nógu huggulegt inn í stofu hjá mér. Einkum er ég að horfa til bakgrunnsins sem ég vil að sé í lagi og safni ekki drullu.

Er bakgrunnurinn (þ.e. filman) höfð utan eða innan í búrinu ?

Slöngurnar mega ekki sjást og þess vegna vil ég að bakgrunnurinn feli þær.

Hvað með dælur í þessu búri, ég veit að dæla ofl. fylgir með Juwel búrinu en ég myndi vilja hafa dæluna undir því og þannig nota tunnudælu. Ég tel svarta kassann í horninu á Juwel búrunum alls ekki huggulegan og vil fela hann.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Bakgrunnur (plakat) er vanalega hafður utan á búrinu, þó veit ég dæmi þess að hann hafi verið festur með sílikoni innan í búr en mundi ekki mæla með því.

Ef þér líkar ekki við innbyggðu dæluna þá er lítið mál að taka hana úr búrinu og hafa frekar tunnudælu undir búrinu, tunnudælur eru frábær kostur, flestar eru hljóðlátar og þægilegar í umgengni og hægt að fá með innbyggðum hitara, ef hitari er nauðsynlegur, einnig er hægt að setja slönguhitara á slöngurnar.
Affalls og intaksstútar tunnudælu sjást þó í búrinu nema þú felir þá bakvið frauðplasts bakgrunn. Einnig er hægt að nota gróður og grjót til að fela stútana.
Post Reply