Bráðvantar svör varðandi Procambarus Fallax

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Bráðvantar svör varðandi Procambarus Fallax

Post by SandraRut »

Ég var að eignast 3 þannig um daginn sem ég keypti mér í Fiskó og keyrði með hingað norður, þeir eru svona brúnir einhvernveginn, er voðalega sátt með þá :D

Málið er þetta:

Þeir eru í 100L búrinu mínu, með gullfiskunum, Neon Tetrunum, litlum Classic Ghost Koi, Fiðrildasíkliðunni Filter rækju og svo ryksugunum.

Þeir hafa sýnt smá viðbrögð til fiskanna sem ég veit ekki hvort séu árásarhegðun eða sjálfsvörn?

Núna hef ég tekið eftir því að einn humarinn minn er með egg eða hrogn undir sér og felur sig undir trjádrumbi í búrinu.

Ég vil fá lítil humrabörn, en veit ekki hvernig ég á að snúa mér í þessum málum.
Annaðhvort ætlaði ég að hafa þá þarna alla, en geta fiskarnir eða hinir humrarnir ekki étið humrabörnin?

Svo datt mér í hug að flytja þá í 16lítra búrið mitt (ekki til frambúðar)
og hafa þá þar þangað til börnin koma.
Á ég þá bara að flytja humarinn sem er með eggin, eða er í lagi að færa þá alla?

Plan B. Var að færa þá í 72L búrið mitt þar sem risastóri Klófroskurinn minn er, en þá hafði ég áhyggjur af því að hann myndi éta þá, eða þeir klípa í hann. Sem ég vil ekki.

Þá datt mér í hug að færa Klófroskinn yfir í 100L búrið, með öllum fiskunum, það virkar ekki er það ? :oops:

Mig bara vantar agalega mikla hjálp, getur einhver verið yndi og hjálpað mér :D ?

Image
Tekið af www.fiskabur.is
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

ég mundi bara færa þannan sem er með eggin i 16lítra burið en ekki með froskinum hann mundi éta ungana.og svo þegar þeir klekjast út og fara frá stóra humrinum þá mundi ég taka stóra uppúr og hafa bara ungana i 16L
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

og þetta eru frekar árásagjarnar skepnur þannig að fiskar með slæðusporða og hægfara fiskar mundu ekki ganga mjog vel saman og ég lenti lika i því að þegar einn humarinn minn var orðin frekar stór þá drap hann ryksuguna mína þannig.
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

Ok takk fyrir svarið.

Ég er með 5 litlar rækjur ú 16 lítra búrinu.
Þær fara ekkert að éta humrabörnin þegar þau klekjast út er það? :P
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

nei ég held ekki :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég mundi ekkert vera að hafa áhyggjur af humrunum, það lifir alltaf eitthvað af þessum litlu í búrinu og ef þú ætlar að fara að taka ´þá alltaf frá þá endar þú bara með 1000 humra.

Ég mundi ekki taka sénsinn á að setja humrana með rækjunum, humrarnir drepa rækjurnar á endanum og alger óþarfi að fórna fínum rækjum fyrir nánast verðlausa humra.
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

Takk :-)

Ég var búin að færa "ólétta" humarinn í 16 lítra búrið áður en ég las svarið þitt, nenni ekki að standa í að færa hann aftur svo ég hef hann bara þar.

Ég færði hinsvegar rækjurnar um leið, og setti þær í 100L búrið.
Þær ættu að hafa það fínt þar.

Ég leyfi þessum humrum bara að koma, ég veit að ég enda með slatta, en það verður bara að hafa það :P
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hvernig rækjur eru þetta? verða þær ekki étnar í 100L búrinu?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

Ég er með eina stóra Filter rækju, hún spjarar sig..
Hinar 3 eru pínulitlar, það verður bara að hafa það ef þær verða étnar.
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
Post Reply