
Málið er þetta:
Þeir eru í 100L búrinu mínu, með gullfiskunum, Neon Tetrunum, litlum Classic Ghost Koi, Fiðrildasíkliðunni Filter rækju og svo ryksugunum.
Þeir hafa sýnt smá viðbrögð til fiskanna sem ég veit ekki hvort séu árásarhegðun eða sjálfsvörn?
Núna hef ég tekið eftir því að einn humarinn minn er með egg eða hrogn undir sér og felur sig undir trjádrumbi í búrinu.
Ég vil fá lítil humrabörn, en veit ekki hvernig ég á að snúa mér í þessum málum.
Annaðhvort ætlaði ég að hafa þá þarna alla, en geta fiskarnir eða hinir humrarnir ekki étið humrabörnin?
Svo datt mér í hug að flytja þá í 16lítra búrið mitt (ekki til frambúðar)
og hafa þá þar þangað til börnin koma.
Á ég þá bara að flytja humarinn sem er með eggin, eða er í lagi að færa þá alla?
Plan B. Var að færa þá í 72L búrið mitt þar sem risastóri Klófroskurinn minn er, en þá hafði ég áhyggjur af því að hann myndi éta þá, eða þeir klípa í hann. Sem ég vil ekki.
Þá datt mér í hug að færa Klófroskinn yfir í 100L búrið, með öllum fiskunum, það virkar ekki er það ?

Mig bara vantar agalega mikla hjálp, getur einhver verið yndi og hjálpað mér

Tekið af www.fiskabur.is