Er að fara að fá mér Procambarus fallax, Smá aðstoð takk:D--

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Mörðurinn
Posts: 133
Joined: 25 Feb 2009, 17:19

Er að fara að fá mér Procambarus fallax, Smá aðstoð takk:D--

Post by Mörðurinn »

Ég er að pæla í að fá mér Fallax humar, og nokkrar spurningar sem að maður þarf að spurja að sjálfsögðu:D

Er erfitt að láta þá fjölga sér?
Þarf bara konu (engann kall) til þess að láta þá fjölga sér?
Hvenar byrja þeir að fjölga sér (lengd frá kaupdegi)?
Hvað lýður mikið á milli?
Er hægt að hafa þá með Salamöndrum og Gibba?
Hvað borða þær :D
Og hvað koma margir litlir humrar í hverju goti?
Hvað kosta þeir?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Re: Er að fara að fá mér Procambarus fallax, Smá aðstoð takk

Post by Jakob »

Mörðurinn wrote:Ég er að pæla í að fá mér Fallax humar, og nokkrar spurningar sem að maður þarf að spurja að sjálfsögðu:D

1. Er erfitt að láta þá fjölga sér?
2. Þarf bara konu (engann kall) til þess að láta þá fjölga sér?
3. Hvenar byrja þeir að fjölga sér (lengd frá kaupdegi)?
4. Hvað lýður mikið á milli?
5. Er hægt að hafa þá með Salamöndrum og Gibba?
6. Hvað borða þær :D
7. Og hvað koma margir litlir humrar í hverju goti?
8. Hvað kosta þeir?
1. Nei, ekki ef að þú ert með 20L búr að minnsta kosti.
2. Þeir eru tvíkynja, sem sagt bara til kerlingar af þessari tegund og þarf engan karl.
3. Fer eftir stærð. Ef að hann er nógu stór til þess að hrygna þá fer það bara eftir því hversu lengi hann er að aðlagast og venjast búrinu. Hrygnir þegar honum líður vel
4. Minn hefur hrygnt á 2 vikna fresti en yfirleitt mánuður á milli.
5. Fer allt eftir búrstærð, stærð salamöndrunnar, gibbans og humarsins, ég mundi segja já við gibbanum en ég held að salamöndrurnar mundu reyna að éta hann.
6. Flögur, botntöflur, rækjur o.fl.
7. Fer eftir stærð humarsins, frá 50-200 yfirleitt, en ekki nærri því jafn margir lifa af því að seiðin fara að ráðast á hvort annað.
8. Í Trítlu 750kr. stk.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Mörðurinn
Posts: 133
Joined: 25 Feb 2009, 17:19

Post by Mörðurinn »

:DTakk :P
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

rétt hjá síkliðunni, ég set samt spurningamerki við gibbann af því að þetta geta verið algerir terroristar þegar kemur að fiskum og allt eins víst að gibbinn þinn yrði alltaf með tættann sporð og ugga, lenti í því með minn að hann var alltaf að tæta uggana á ancistrunni hjá mér og hann var um 6 cm.
Post Reply