HJÁLP!Tjörn í vanda!

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

HJÁLP!Tjörn í vanda!

Post by Arnarl »

2 High quality Koiar voru að drepast og einn stór gullfiskur :væla: síðasta þegar það drápust fiskar í tjörninni var amoníak 12,5 mg/l veit ekki hvað það er núna.

Hvað getur verið að?
Afhverju er að koma svona mikið Ammoníak þegar það er gott sírensli?
Hvað á ég að gera núna?

Var að pæla er ekki bara lang best að gera STÓR vatnaskipti og dæla í hana köldu vatni og hafa hana lokaða setja Tetra pond aquasafe í hana og láta þá bara fara í Dvala?

Verð að fá Hjálp sem FYRST!

Takk Takk
Minn fiskur étur þinn fisk!
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Mældu vatnið sem fer í tjörnina þá kemur í ljós hvort eitthvað sé að klikka í borholunni
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

það er á to do listanum mínum, en þetta "Skemmtilega" ævintýri byrjaði allt eftir að ég setti yfir 40 plöntur í tjörnina gæti þetta tengst því Einhvað?
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Er mikið um laufblöð og þannig á botninum ?

Plönturnar eitthvað farið að drepast ?

Ef mikið að drullu sest á botninn þá getur það losað Ammonia, nitrit og nitrat eftir því hvaða rotnunar stigi drullan er á

Svo þegar eitthvað ertir drulluna þá bombar hún upp þessum efnum, ég nota sérstaka tjarnar ryksugu til að halda botninum hreinum í tjörninni heima hjá mér, mjög þæginlegt
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Squinchy er held ég með skástu kenninguna.. Ég er samt ekki sannfærður því það er svo rosalegt rennsli í tjörnina hjá þér, maður hefði haldið að þetta ætti ekki að gerast. Er hugsanlegt að það hafi orðið einhverjar breytingar á grunnvatninu hjá þér, sem fer í tjörnina?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Dauð rolla í inntakinu ? :?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Vargur wrote:Dauð rolla í inntakinu ? :?
:rofl:
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Held að Keli sé með þetta, Hlýtur að vera bara einhvað í heitavatninu:/
Minn fiskur étur þinn fisk!
Dýragardurinn
Posts: 143
Joined: 11 Dec 2006, 16:29
Location: Dýragarðurinn

Post by Dýragardurinn »

Mældi allt hjá honum í gær bæði vatn úr borholu. Eina sem var eitthvað óeðlilegt var sýrustig, það var 9 í báðum testunum. Allt annað innan eðlilega marka.

Síðast þegar þetta skeði þá gerði brjálað veður sem rótaði öllu upp og ammoni rauk upp úr öllu valdi.

Eina sem mér grunar er að fiskar hafi kælst of hratt niður vegna snjó sem var ýtt oní hana, hún kældist niður um 10 gráður á stuttum tíma.
Dýragarðurinn
Síðumúla 10
108 Reykjavík
S:517-6525
dyragardurinn@dyragardurinn.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Afhverju að setja snjó ofan í tjörnina ? :shock:
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Það skaf svo rosalega að það kom nokkurskonar snjóhús yfir hana sem bráðnaði með tímanum ofan í hana skaflarnir í kringum hana eru um meters djúpir sem þýðir að það hefur farið slatti af snjó ofaní, var að fá þær fréttir að það sé brjálað veður og 3 aðrir séu dauðir, pæling að redda sér fiski kari og færa fiskana yfir í það(get þá haft það inni) það eru mjöög fáir fiskar eftir í tjörninni og ég vill ekki missa Styrjurnar. Fiskarnir sem sjást núna eru 2 gullfiskar og 3 styrjur, svo eru 4 kattfiskar þarna einhverstaðar.
Minn fiskur étur þinn fisk!
Post Reply