skallarnir mínir eru alltaf að slást, þ.e 2 af 4 leggja hina í einelti, búrið er samt allveg 80 lítrar og skallarnir eru mjög litlir svo ég skil þetta ekki.
Bara smá valdabarátta, þeir eru ungir og eru að mynda goggunarröðina í búrinu.
Er með 12stk. Convict ungfiska sem að eru að gera það sama.
Skallar eru síkliður og geta orðið semi aggressívir.
Það er góður siður að fræða sig aðeins um fiskana áður en maður kaupir þá.
Stærri fiskarnir eru sennilega par og þeir eru að reyna að reka þá minni í burtu en auðvitað komast þeir ekkert í svona litlu búri.