Glæný seiði!

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
skurdur
Posts: 53
Joined: 20 Dec 2008, 20:51

Glæný seiði!

Post by skurdur »

Í dag ákvað ég að skella mér í Dýragarðinn og kaupa mér nýja gúbbía. Ég fjárfesti í hrikalega fallegum neon bláum gúbbý og kellingum í stíl. Báðar kerlingarnar voru óléttar og ein þeirra var alveg að springa! Ég smellti henni strax í gotbúr og slökkti hjá henni ljósin og leyfði henni að slaka pínulítið á.

Svo um kl. 7 leytið fer hún bara að gjóta! Svo klukkan svona hálf 11 er hún bara búin að gjóta ca. 30 stykkjum, öll ótrúlega hress! Kjarakaup þarna!

Mig langaði bara að deila þessu með ykkur ;)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú ert nú ekki fyrsti maðurinn sem lendir í því að guppy gjóti, það er nú frekar algengt. :?
Það er nú frekar líklegt að guppy kerlur gjóti fljótlega eftir að maður fær þær sama hvaðan þær koma. Það er td nokkuð algengt að gotfiskar gjóti í pokanum.
skurdur
Posts: 53
Joined: 20 Dec 2008, 20:51

Post by skurdur »

Jæja þá! Takk fyrir að ræna mig gleðinni!!!!! :cry: :wink:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er alltaf gaman að fá seiði og magnað hvað það getur glatt mann. Gleðin er þó yfirleitt í samræmi við erfiðið. Td þykir mér frekar ómerkilegt að fá seiði sama dag og maður kaupir fiskana eða án fyrirhafnar, gleðin er mun meiri þegar maður er búinn að hafa mikið fyrir því að ná undan fiskunum og horfa upp á nokkrar misheppnaðar hrygningar.
Tegundir eins og guppy eru frekar einfaldar í en gleðin þar er að mestu leiti fólgin í því að koma upp heilbrigðum og fallegum stofni og það er ólíklegt að gerist í fyrstu hrygningu, sérstaklega meö fiskum beint úr búðinni þar sem flestir ræktendur passa upp á að kerlurnar sem þeir selja makist með ómerkilegustu körlunum þeirra áður en þeir fara í búðirnar til að hindra það að kaupendur eignist hreinan stofn án fyrirhafnar.
Persónulega þá "hreinsa" ég kerlurnar af svoleiðis seiðum í 3-4 mánuði áður en ég nota þær, þess vegna eru "virgin" kerlur mikils metnar.
skurdur
Posts: 53
Joined: 20 Dec 2008, 20:51

Post by skurdur »

Já akkurat... skil það vel... Ég var nú líka aðeins að djóka...

ég fékk einmitt eitt misheppnað got um daginn og var þess vegna svolítið skemmtilegt að fá seiði til að hugsa um svona á meðan ég er að bíða eftir næsta :D
Post Reply