Hvítblettaveiki

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Hvítblettaveiki

Post by Sirius Black »

Jæja þegar ég skoðaði fiskana áðan þegar ég var að gera vatnsskipti sá ég 3 hvíta bletti á einum skalanum hjá mér. Ekki hefur verið neinu bætt í búrið í einhverjar vikur, hvorki fiskum né plöntum. En núna er staðan þannig að þessi eini fiskur er með bletti, hef ekki séð það á neinum öðrum. Ekki er langt síðan síðustu vatnsskipti voru gerð þar sem ég er með rót sem litar og vatnið orðið mjög gult sem kallaði fljótlega á vatnsskipti :P .
En veit að salt getur lagað svona en er í lagi að salta í búrið þó að aðeins einn fiskur sé með einkenni? sem sé það fer ekki illa með hina fiskana í búrinu? og þola plönturnar þetta salt? :shock: og svo þarf að hækka hitastigið einnig. En hvað ætti ég að byrja með að setja af salti, þetta er ekki orðið neitt alvarlegt tilfelli og þetta er í 180L búrinu. En er ekki annars betra að tríta allt búrið (ef einhver annar er smitaður) í staðinn fyrir að taka veika frá?

Hef aldrei lent í svona og fékk hálfgert áfall áðan :shock: vil bjarga þessum fiski sem er með þetta sem og öðrum fiskum í búrinu þar sem það eru svo margir og vil ég ekki missa þá.
200L Green terror búr
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

Þú getur sett þennan sýkta í fötu og saltað i hana en plöntur þola illa salt og ég held að það sé saltað um 1-2matskeiðar á 10 lítra kanski aðeins meira.
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

og já hafðu bara hitara í fötuni til að hitinn verði réttur.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

1 til 3gr af salti a litra. plontur thola thad ekki til lengdar. getur gert thetta i fotu eins og feam kom. en thad geta fleiri fiskar verid med thetta tho their seu enn einkennalausir. ertu med mikid af plontum? hvada plontur?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Er með
Java mosa
Kúluskít
Anubias nana
Cryptocoryne crispatula
Cryptocoryne 'petchii'
Vallisneria americana 'natans'
Vallisneria americana ''mini twister''
Vallisneria americana (gigantea)
og held Java Fern eða álíka :P

En ég annars tók þetta eiginlega allt uppúr eiginlega og setti í fötu með ljósi yfir:) og saltaði svo í búrið. Er að vona að allir fiskarnir þoli þessa söltun en ég er með :
skala, gúrama, bandabarba, gullbarba, ancistrur, gibba, yoyo bótíur, bentosa tetrur, neon tetrur, Harlequin Rasbora (Keilublettabarbi), SAE og Eldhala.

En ég byrjaði á að setja 1 msk á hverja 10L , þar sem einkennin voru ekki orðin svo svakalega og svo kannski bæti ég í á morgun :) ég hækkaði líka hitastigið um 2 gráður, eða upp í 27°C -28°C held ég :)

En var að spá hvort að svona gæti smitast með plöntum? Færði nefnilega plöntur úr þessu búri yfir í annað búr bara í gærkvöldi og var að spá hvort að það færi yfir og hvort að ég þyrfti að tríta plönturnar eitthvað sérstaklega, sem sé hvort að þær beri þetta nokkuð með sér? :oops: veit eitthvað svo asnalegt en maður vill vera viss :)
200L Green terror búr
Post Reply