Grænn þörungur
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Grænn þörungur
Búrið mitt er alltaf að fyllast af grænum þörungi. Kannski ekki alveg bókstaflega heldur verður sandurinn til dæmis með græna ábreiðu nánast og alveg neðst á glerinu og aðeins á stóru steinunum.
Er eitthvað að gera við þessu, eða bara að hreinsa? Ancistran er reyndar dugleg að taka eitthvað af steinunum en ekki botninn...
Er eitthvað að gera við þessu, eða bara að hreinsa? Ancistran er reyndar dugleg að taka eitthvað af steinunum en ekki botninn...
Sjá hér
http://www.floridadriftwood.com/algae_i ... ation.html
Hljómar eins og fyrsta myndin. Baktería. Ég lenti einu sinni í þessu. Þurfti lyf.
http://www.floridadriftwood.com/algae_i ... ation.html
Hljómar eins og fyrsta myndin. Baktería. Ég lenti einu sinni í þessu. Þurfti lyf.
Þetta er ömurlegt að eiga við, þetta er í nokkrum búrum í búðinni en nær ekki að dafna almennilega.
Það eru ýmis húsráð við þessu, td að lækka sýrustigið niður úr öllu valdi en þá er best að koma fiskunum í fóstur á meðan.
Við lentum illa í þessu í 250 l Tanganyika búri og þá hreinsuðum við allt sjánlegt grænt í burtu, fylltum búrið af flotgróðri og drasli, minnkuðum fóðurgjöf og styttum ljósatíman í 7 tíma. Í dag ber ekkert á þessu.
Þú gætir gert eitthvað svipað, td fyllt sumpinn af gróðri.
Það eru ýmis húsráð við þessu, td að lækka sýrustigið niður úr öllu valdi en þá er best að koma fiskunum í fóstur á meðan.
Við lentum illa í þessu í 250 l Tanganyika búri og þá hreinsuðum við allt sjánlegt grænt í burtu, fylltum búrið af flotgróðri og drasli, minnkuðum fóðurgjöf og styttum ljósatíman í 7 tíma. Í dag ber ekkert á þessu.
Þú gætir gert eitthvað svipað, td fyllt sumpinn af gróðri.
Þetta er baktería, það er til lyf við þessum sem leysir þetta upp á 2 dögum.
Þetta er það "sama" og cyanobacter sem er rauði þörungurinn í sjávarbúrum, sömu lyfin virka á þetta.
Þetta er það "sama" og cyanobacter sem er rauði þörungurinn í sjávarbúrum, sömu lyfin virka á þetta.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ég keypti mitt hjá Tjörva á sínum tíma, en það er eitthvað erfitt að finna þetta núna.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Strákarnir í dýragarðinum hafa verið að reyna að flytja þetta inn skilst mér en ekki fengið leyfi þar sem það er eitthvað lyfjavesen í þessu...
Mig grunar að fólk þurfi bara að panta þetta að utan og vona að tollurinn taki þetta ekki. Þetta er til frá fullt af framleiðendum, þetta sem ég á heitir "Chemi-Clean".
Það stendur ekkert um það hvað er í þessu.
Mig grunar að fólk þurfi bara að panta þetta að utan og vona að tollurinn taki þetta ekki. Þetta er til frá fullt af framleiðendum, þetta sem ég á heitir "Chemi-Clean".
Það stendur ekkert um það hvað er í þessu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
http://en.wikipedia.org/wiki/Erythromycin
Lesning um efnið sem er talað um síðunni sem ég vísa til.
Þetta er nokkurskonar pensilín og því ekki skrítið að menn leyfi ekki óheftan innflutning á þessu.
Síðan sem ég vísaði til segir þetta í flestum almennum fiskalyfjum. Athugaðu innihaldslýsinguna á fiska bakteríulyfjum í búðunum.
Lesning um efnið sem er talað um síðunni sem ég vísa til.
Þetta er nokkurskonar pensilín og því ekki skrítið að menn leyfi ekki óheftan innflutning á þessu.
Síðan sem ég vísaði til segir þetta í flestum almennum fiskalyfjum. Athugaðu innihaldslýsinguna á fiska bakteríulyfjum í búðunum.
Á dollunni sem ég er með stendur að þetta hafi engin áhrif á nítrít/ammóníubakteríurnar og engin áhrif á hryggleysingja og hvaðeina... Veit ekki hvort þetta sé sama efnið og þú ert að tala um, en þetta svínvirkar amk
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
http://www.marvelousproducts.com/Chemic ... iclean.htm
Spurning hvort maður ætti bara að prófa að panta þetta og vona að þetta verði ekki tekið...
Spurning hvort maður ætti bara að prófa að panta þetta og vona að þetta verði ekki tekið...
Verður örugglega ekki tekið, sérstaklega ef þú tekur eitthvað annað dót með..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net