Ákvað að koma með smá fréttir af 60L búrinu mínu sem ég var að setja upp. Ætlaði að hafa það sem gróðurbúr með einhverjum litlum sætum fiskum en miðað við íbúana núna þá veit ég ekki hvort það endist lengi að hafa gróður og fínerí í því

En ég og kærastinn fórum í dýragarðinn í gær og féllum fyrir litlum óskurum sem þar voru, okkur fannst þeir svo óvenjulegir á litinn en þetta er villta litafbrigðið. Við ákváðum að sofa á þessu um nóttina en kærastinn fór svo í morgun að kaupa þá og kom heim með tvö stykki þar sem það er víst betra, annars verða þeir einmana, og sérstaklega þar sem þeir verða líklega einir í búrinu bara

og áður en einhver fer að segja að þetta sé lítið búr þá veit ég það

spurði þá í búðinni og þeir sögðu að þetta myndi duga í svona hálft ár

en stærra búr er á döfinni í sumar vonandi

þannig að þeir fá stærra búr.
Plöntur:
Vallisneria americana 'natans'
Vallisneria americana ''mini twister''
Vallisneria americana (gigantea)
Sverðplöntur
Hottonia inflata
Cabomba (þessi eina sanna loksins

)
Síðan íbúar:
2x litlir óskarar
1x ancistra til að þrífa
Dæla er Rena filtstar iV2 sem er fyrir allt upp í 75L og dælir 300L/klst þannig að ég verð að vera dugleg að skipta um vatn í búrinu vegna subbufiskanna

svo er hitari sem fylgdi búrinu
Hérna kemur svo heildarmynd af búrinu

Sést einn óskari þarna fyrir ofan kókoshnetuna (hliðina á cabombunni), þannig að þeir eru ekki stórir eins og er

Hérna sjást félagarnir, synda alltaf saman
Afsakið myndgæðin, rosalega grófar myndirnar

en varð bara að monta mig smá, er svo ánægð með þá
