Grjót í búrum

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
ragz
Posts: 84
Joined: 16 Oct 2006, 15:18

Grjót í búrum

Post by ragz »

Hvar hafa menn almennt verið að sækja grjót í búrin hjá sér? Ég hef alltaf verið hrifinn af svona flötum flísabrotum
sem maður getur raðað upp svona svipuð og þessi, nema kanski svoldið lítið af þeim í þessu búri...

Image

Veit einhver hvar er hægt að nálgast svona flísar hérna í kringum höfuðborgarsvæðið? Einhver sem veit um einhvern
leynistað sem hann/hún vill deila með okkur hinum? 8)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Leyni, leyni... ég labba yfirleitt út úr húsinu hjá mér og fer til hægri upp tröppurnar á göngustígnum, eftir ca 20 skref er ég kominn í grjótið sem ég hef í búrinu mínu.

Image

Ísland er fullt af grjóti, Hvalfjörðurinn er vinsæll, í Hvalfjarðarbotni er náma sem Steypustöðin er með, þar eru flottir steinar. margir staðir eru víða á Suðurnesjum hef ég heyrt.
Þetta er yfirleitt spurning um góðan sunnudagsbíltúr. :wink:
ragz
Posts: 84
Joined: 16 Oct 2006, 15:18

Post by ragz »

Grjótið sem ég er með fundum við hjá gróttu ... var eiginlega
að leita af flötum steinum en fann enga, tók þessa í staðinn aðallega vegna þess að það er svoldið spes litur í þeim.

Image

Já ekki vitlaust að taka sér bara góðan sunnudagsbíltúr og finna eitthvað almennilegt... seinasti séns áður en það fer að snjóa.
Post Reply