Stökkvarar

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Stökkvarar

Post by Sven »

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað ég eigi að setja í búrið sem er komið á teikniborðið hjá mér, sem verður um 600 lítrar og stefnan er að hafa það opið, þ.e.a.s. ekkert lok, en ljósið verði hengt fyrir ofan búrið.
Þá verð ég víst að velja fiska með tilliti til þessa.
Ég væri mikið til í að hafa nokkuð stóran hóp af congo tetrum í búrinu, en er svolítið nervus með að þeir mundu verða duglegir við að fljúga út á gólf. Þekkir einhver nógu vel til þeirra til að vita hvort þeir mundu sleppa í svona opnu búri eða hvort þeir væru stanslaust fljúgandi uppúr?

Væri annars opinn fyrir hugmyndir af fiskum í búrið, planið er að hafa mikið af rótum og fjall af anubias í því, líka slatta af mosa.

Hafði líka velt fyrir mér dvergsíkliðum og helling af tetrum með.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hef ekki ennþá lent í því að einhver hafi stokkið upp úr mínu 600 lítra loklausa

En ef vatnsgæðin eru góð þá ættu fiskarnir að halda sig í búrinu
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Sumar tetrur stökkva meira en aðrar.. Ég myndi halda að þú værir nokkuð safe með dvergsíkliður, en svo er spurning hvernig þetta er þegar fiskarnir styggjast, til dæmis á næturnar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Squinchy, hvað ertu með í þínu loklausa? Eru kantar á því, eurobrace?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Er með Kana í búrinu, er að fara skipta yfir í afríku þó

Það er 5cm rammi sem gæti hjálpað gegn stökkum
Kv. Jökull
Dyralif.is
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Stór Balahákarl stökk uppúr mínu 500 l ítra um daginn :-(
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég er svolítið nervus með congo tetrurnar þar sem þær eru nokkuð sprækir syndarar.
Hvernig væri annars með fiðrildasíkliður, agazzizi eða cacatuoides? hvað marga gæti maður haft í 600ltr., 3-4 karla? og hversu margar kerlingar þyrfti á hvern karl? Þýðir eitthvað að blanda þessum tegundum?
hrafnaron
Posts: 402
Joined: 23 Feb 2009, 18:56
Location: Reykjavík

Post by hrafnaron »

þegar ég var mikið að spá í cockatoo síkliðuna þá var ég búinn að finna að þeir þola ekki að vera í stærra en 250l búri..... einn reindur sem ég talaði við hann prufaði það og þær dóu hjá honum.... væntanlega út að þrýstingnum
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Hvaða rugl er þetta? Cuckatoo geta alveg verið í stærra búri en 250L.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
hrafnaron
Posts: 402
Joined: 23 Feb 2009, 18:56
Location: Reykjavík

Post by hrafnaron »

þetta var bara sagt mér ég veit ekki annað
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Sæll Hrafn, sá sem hefur sagt þér þetta hefur verið fullur af skít, afsakið frönskuna. En ég geri ráð fyrir að í náttúrunni búi cockatooar í talsvert stærri pollum en 250 lítrum
hrafnaron
Posts: 402
Joined: 23 Feb 2009, 18:56
Location: Reykjavík

Post by hrafnaron »

jæja þá ætla ég bara að testa þetta þegar ég er búinn að búa mér til mitt 360L búr
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er með mestu vitleysu sem ég hef heyrt. Heldurðu að fiskanir komi úr einhverjum smá drullupollum í náttúrunni?


Stærra búr er *alltaf* betra.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
hrafnaron
Posts: 402
Joined: 23 Feb 2009, 18:56
Location: Reykjavík

Post by hrafnaron »

hvað er dýftin á þessum pollum sem þeir lifa og hvað er mikill þrýstingur sem þeir lifa við vitið þið það?



"In nature many dwarfs seem to be seasonal (1 yr life span) so there it's
very likely that they die from stress or external pressure. In a well
maintained tank you can keep them for 2-5 yrs depending on species... who
knows what happens when a species lives 5 times longer than in nature?"

http://www.thekrib.com/Apisto/spawning-size.htm[/url][/url]
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég held að þarna sé átt við stress út af aðstæðum, þ.e.a.s. rándýr og þess háttar. "pressure" þýðir í þessu samhengi álag vegna umhvervisins, ekki þrýstingur.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Nóg af þrýstingi. Veit einhver svar við upphaflegu spurningunni?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það eru til fiskar sem stðkkva meira en aðrir, td. balahákarlar, sverðdragararar, barbar, guppy kvk ofl.
Mín reynsla er samt að fiskar hoppi mest upp úr ef eitthvað angrar þá, sérstaklega stress, td þegar ljós kvikna snogglega eða við einhverja óvænta skelli í mikilli kyrrð eins og hurðaskelli osf.
Post Reply