Eplasnigill

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Eplasnigill

Post by Andri Pogo »

Er með einn skemmtilegan eplasnigil í búrinu hjá mér, mjög aktívt og skemmtilegt kvikindi en kuðungurinn hans er farinn að dökkna mikið nuna siðustu 2-3 daga og er farinn að líta illa út.

Er þetta eðlilegt fyrir þá eða er eitthvað sem honum vantar ?
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

honum vantar
Hann vantar sennilega steinefni, líklega helst kalk, ég leysi þetta yfirleitt bara með smá skeljasandi eða skeljabrotum í búrið. Það virkar fínt.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Ég er í sömu vandræðum með minn eplasnigil, þ.e. skelin er að verða ljót.

Vatnið hér á íslandi er mjög mjúkt, þ.e. mjög snautt af kalki. Dýr sem byggja sér skel þurfa kalk, kalsíum-karbónat er byggingarefni skelja. Það er líka byggingarefni fuglseggja.

Því sauð ég egg í morgunmat og hirti skurnina. Passaði mig á að hreinsa allar himnur vel í burtu. Svo skellti ég henni í filterinn.

KH mælist núna um og undir 3 gráður. Sjáum hvort það stígur eitthvað.
http://antoine.frostburg.edu/chem/senes ... tion.shtml
Post Reply