Guppy seiði (tveir hausar)

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Guppy seiði (tveir hausar)

Post by sirarni »

Fannst þetta frekar fyndið og skrítið en ég sá þetta bara áðann en ein guppy kellingin var að gjóta í gærkvöldi.

Image

Image

Image

Image

Ekki bestu myndir. :P
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

4 augu?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

já fjögur augu tveir hausar og líka tvö hjörtu.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ætlaru að láta það lifa og sjá hvað verður úr því eða farga því?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

'eg ættla að láta það lifa reyna það en það var allavega að borða áðan.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hehe það væri gaman að sjá þetta stækka ef það lifir
-Andri
695-4495

Image
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

Já það er nú svolitið slappt það er bara buið að hanga a bottninum.
User avatar
Rúsína
Posts: 56
Joined: 20 Feb 2008, 11:31
Location: Reyðarfjörður

Post by Rúsína »

þetta er soldið skondið :) ég vona að það lifi nú svo sjáist hvernig rætist úr því! Maður sér ekki tvíhöfða guppy á hverjum degi
85 L
50 L
30 L
25 L
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn »

er ekkert að frétta af því
:)
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

nei ekki mikið það er allavega enn á lífi en það er nú frekar líf laust það er bara allan daginn á bottninum og ef það syndir eitthvað upp þá hrapar það bara aftur niður útaf þunganum þannig að eg er að spá í að farga því bara.
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

búinn að farga því :(
Hazufel
Posts: 34
Joined: 26 Mar 2009, 03:31
Location: Hafnafjörður

Post by Hazufel »

Þetta gerist vegna of mikils skildleika foreldra og þetta er bara vangefnun, ég mæli með því að þú fargir því.
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

Hazufel wrote:Þetta gerist vegna of mikils skildleika foreldra og þetta er bara vangefnun, ég mæli með því að þú fargir því.
í póstinum beint fyrir ofan þig er hann að segja að hann sé búinn að farga því
kristinn.
-----------
215l
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Hazufel wrote:Þetta gerist vegna of mikils skildleika foreldra og þetta er bara vangefnun, ég mæli með því að þú fargir því.
ég held að þetta sé kallað vansköpun, væri athyglisvert að vita á hvaða tímapunkti maður gerði sér grein fyrir að gúbbíseiði væri vangefið.
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

er það virkilega vangefið :shock: ekki tók ég eftir því :P
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hazufel wrote:Þetta gerist vegna of mikils skildleika foreldra og þetta er bara vangefnun, ég mæli með því að þú fargir því.
Gott að þú mælir með förgun mánuði eftir að því var fargað. :wink:
Þetta hefur ekkert með skyldleika foreldrana að gera, svona samvaxin seiði eru nokkuð algeng hjá ýmsum fiskum og koma óháð skyldleika foreldra.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

þetta gerist líka hjá dýrum, t.d hjá kindum, fuglum, köttum og svo framvegis.. jafnvel mönnum..

http://www.youtube.com/watch?v=Yh_Rvn5LJig

en það er önnur saga..
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Hazufel
Posts: 34
Joined: 26 Mar 2009, 03:31
Location: Hafnafjörður

Post by Hazufel »

Sá ekki að það væri buið að farga því, en já amma mín átti einhverja nokra gúbbífiska í litlu buri þegar ég var lítill, og þeir voru altaf að fjölga sér og á endanum urðu þeir allir einhvað vanskapaðir. Þá sagði hun mér þetta, það gétur vel verið bull samt.
Post Reply