Ég og nokkrir félagar í Skrautfisk erum að brasa við að koma upp smábúrum. Þetta er ansi skemmtilegt verkefni, búrin eru tæpir 25 lítrar og því ansi krefjandi að velja fiska í þau.
Ég setti mitt upp í gærkvöldi. Skellti ljósum sandi í það og rót með áföstum Anubias plöntum. Búrið verður líklega dælulaust en ég set sennilega hitara í það svo hitastigið haldist stöðugra.
Það er ekki fullt vegna þess að ég skellti því upp í elhúsinu með vatni og alles og hélt svo á því fram í stofu.
Ég ætla ekki að setja meira vatn í það fyrr en ég er búinn að hola í það öllum gróðri osf sem á að vera því vatnið sullast upp þegar ég set minn karlmannlega framhandlegg ofan í búrið.
Ég ætla bara að vera með einfaldar plöntur til að byrja með þannig líklega finn ég bara einhvern lampa í Ikea en sé svo til seinna meir, ég er með ónotaða rafmagns dós beint fyrir ofan búrið þannig möguleikarnir eru endalausir.
Dæla er ekki nauðsynleg ef maður velur fiska við hæfi í búrið.
Ég skellti fyrstu fiskunum í búrið, par af dverg regnbogafiskunum gullfallegu og þremum Endler kk og einni kvk (bíð eftir fleiri kvk).
Búrið virðist risastórt þegar þessir smáfiskar komu í það, þetta er líklega svipuð hlutföll og að vera með fimm óskara í 18.000 lítrum.
Ég skellti mér í Ikea og fann hentugt ljós á smábúrið, fullt af ljósum þar sem má útfæra fyrir fiskabúr.
Ljósið sem ég keypti passar búrinu ágætlega en lýsingin af þessum smáperum er ekki mikil og dreyfist illa, lúkkið er samt ágætt og þetta dugar þar sem ég verð bara með einfaldan gróður í búrinu.
Fyrstu vatnsskipti í smábúrinu, skipti um ca 25% af vatninu. Skellti líka hitara í búrið og það er í tæpum 25°. Nú bíð ég bara spenntur eftir seiðum hjá endlerum.
Aftur vatnskipi 30.02 (ca 50%) og bætti við í dag einum endler kk frá kela, tók burtu tvo af þeim sem fyrir voru og setti í annað búr. Planið er að vera með tvær endlerlínur í gangi svo ég geti crossað inn á í framtíðinni (reyndar er ég með þriðju línuna í hobby herberginu en hún er spari enn sem komið er).
Vatnsskipti í smábúrinu.
Rækjurnar þrjár virðast hafa það fínt og ég sá endlerseiði í búrinu um daginn.
Þörungur er aðeins að angra mig, um er að ræða grænan nokkuð fínan loðin þörung sem leggst á rótina og núna líka á plönturnar.
Kann einhver ráð við þessum þörung ?
ummmm of leingi kveigt ljósið.... veit annars ekkert um þetta..... enn ég ætla samt að fá mér svona búr þegar ég á efni á því veit um mjög góðann stað fyrir það
ertu ekki með neina hreinsi dælu í þessu búri eða?
Þetta er líklega sama og ég fékk í mitt búr.. Amano rækjur og SAE éta þetta með bestu lyst. Þörungurinn er frekar laus á þannig að það er hægt að ná mestu af með því að flækja þörunginn í tannbursta t.d. og losna við megnið þannig.
Svo hverfur hann fljótt ef ljóstíminn er minnkaður.
Ég hafði eimitt ljósið undir grun og er búinn að stytta ljósatíman mikið en vandamálið er sennilega dagsbirta við búrið. Þetta lagast vonandi þega betra jafnvægi kemst í búrið og ef ég reyni að vera duglegri við að byrgja það á daginn.
Ég er búinn að vera að berjast við leiðinda cyanobakteríu í búrinu og held að ég sé að ná henni niður.
Tók endlerana úr búrinu til að leifa rækjunum að blómstra enda tvær af þremum með egg undir sér um daginn og nú er ég farinn að sjá lítil rækjubörn hendast um búrið.
Dæla er ekki nauðsynleg, ég reyndar skellti pínulítilli en nokkuð kröftugri dælu sem mér var gefin í búrið.
Ég skipti bara um ca 30% af vatninu vikulega núna en það er kannski óþarflega mikið þar sem ekkert fóður er gefið í búrið.
Ein spurning með svona lítil búr.
Er ekkert of mikið að hafa svona stóra rót í þetta litlu búri, þ.e.a.s. of mikið af lífrænu efni sem rotnar?
Kv:prien