hæhæ Mig vantar rosa mikla hjálp.... er með 54 L búr er með Gullfiskum og eina ryksugu og gullfiskarnir eru farnir að deyja hver á eftir öðrum, flestir fá kýli á sig, verða slappir og deyja svo, er eitthvað sem ég get gert til að koma í veg fyrir þetta? hvernig sótthreinsa ég búrið? er gott að skipta út sandinum eða dælunni, ohhh mig vantar einhver ráð?
Vonast eftir svörum.
hjálp varðandi gullfiska
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
hjálp varðandi gullfiska
2 gullfiskar (Lára & Klaus) og einn eplasnigill:)
ertu búinn að gera 50% vatnsskipti? það er það fyrsta sem þú gerir.... í leiðinni þá þarftu að ryksuga sandinn til að taka drulluna úr honum. salt er bakteríudrepandi, þú getur fundið linka hér á spjallinu sem segja þér hvað þú mátt setja mikið salt á lítra (ég hreinlega veit það ekki) og gullfiskar þola það alveg ágætlega. ef það virðist ekki hafa áhrif þá þarftu jafnvel að kaupa lyf. byrjaðu á þessu!
Hvernig er umhirðan hjá þér um búrið ?
Hófleg fóðurgjöf og regluleg vatnsskipti eru málið með öll fiskabúr.
Alls ekki sótthreinsa eða þrífa allt búrið, gerðu eins og Guðrún seigir og skiptu svo reglulega um vatn næstu vikur, td. 50% aftur eftir 3 daga og svo 50% vikulega og þrífðu filterefnið í dælunni í fötu um leið upp úr fiskabúravatni og ryksugaðu botninn.
Ég hef trú á að fiskarnir snarlagist við þetta.
Hófleg fóðurgjöf og regluleg vatnsskipti eru málið með öll fiskabúr.
Alls ekki sótthreinsa eða þrífa allt búrið, gerðu eins og Guðrún seigir og skiptu svo reglulega um vatn næstu vikur, td. 50% aftur eftir 3 daga og svo 50% vikulega og þrífðu filterefnið í dælunni í fötu um leið upp úr fiskabúravatni og ryksugaðu botninn.
Ég hef trú á að fiskarnir snarlagist við þetta.
gullfiskar
en þessi með kýlið á ég að hafa hann í öðru búri ?, eru þessi kýli smitandi?
2 gullfiskar (Lára & Klaus) og einn eplasnigill:)
Vargur wrote:Hvernig er umhirðan hjá þér um búrið ?
Hófleg fóðurgjöf og regluleg vatnsskipti eru málið með öll fiskabúr.
Alls ekki sótthreinsa eða þrífa allt búrið, gerðu eins og Guðrún seigir og skiptu svo reglulega um vatn næstu vikur, td. 50% aftur eftir 3 daga og svo 50% vikulega og þrífðu filterefnið í dælunni í fötu um leið upp úr fiskabúravatni og ryksugaðu botninn.
Ég hef trú á að fiskarnir snarlagist við þetta.


Hvað geriru oft vatnsskipti í búrinu og hve mikið í einu?
Hvað er búrið stórt?
400L Ameríkusíkliður o.fl.