Monsterið mitt

Fyrir þá sem þora. Ránfiskar, botn- og kattfiskar í stórum númerum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Monsterið mitt

Post by Elma »

Ég fékk mér um daginn einn gullfallegan Lepisosteus oculatus. Hann er 30cm.

Image
í feluleik

Image

Hann er í 400L búrinu með óskurunum, GT, JD, Convict og fl.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Til hamingju með þetta monster, hrikalega flottur. :wink:
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Til hamingju með þennan :)
Hvað étur þetta svo :?
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Takk!
Hann étur bæði lifandi og rækjur. Í gær stakk ég hendinni í búrið og veifaði fyrir framan hann rækjubita, hann byrjaði strax að læðast að mér, þegar hann átti eftir 5 cm þá guggnaði ég og sleppti rækjunni og hann stökk á hana. Hann er með svakalegar tennur :shock:

önnur mynd
Image
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

flottur :)
það verður gaman að sjá svona fisk í góðri stærð
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

já, ég hlakka til þegar hann verður ennþá stærri :D
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Til hamingju með Florida garinn. Og framúrskarandi myndir líka.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Takk jakob. Hann er góð fyrirsæta, hehe.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Garinn étur vel. Borðaði tvær rækjur í gær. Veit ekki hvort það er mikið eða lítið en hann vildi allavega ekki meira :)

Þeir sem hafa átt gar, hvað voru þið að gefa þeim og hve oft? Mig langar til að gefa mínum eitthvað lifandi en það eru nokkrar amerískar frekjudollur með honum í búri, þannig að það væru litlar líkur á að hann myndi ná einhverju :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég var rétt farinn að venja minn af lifandi þegar ég seldi hann, hann tók bara rækjur.
ég myndi ekkert fara að gefa honum lifandi fyrst hann er að éta annað, gæti komist uppá lagið með það og farið að hunsa annað fóður.
-Andri
695-4495

Image
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Mínir átu bara lifandi. Minnir mig.
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Já mig grunaði það. En hvað er mælt með að gefa þeim oft að borða?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Maren
Posts: 91
Joined: 03 May 2007, 20:11
Location: Hafnarfjörður/Reykjavík

Post by Maren »

við gáfum honum alltaf einu sinni í viku og við hentum alltaf alveg slatta oní til hans, 7-10 rækjur
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Vá þetta er enginn smá töffari :) Hrikalega flottur !
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þú verður að meta það sjálf. Rækja á dag væri hentug held ég. Svo er líka hægt að gefa á 3-7 daga fresti ef að þú vilt að ófreskjan stækki hægar.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Það eru til frosnar Ansjósur uppí Fiskó, ? hvort það virki að "dorga" fyrir hann með þunnt Girni í gegnum hráan fisk/Ansjósu eða þessháttar.
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Takk fyrir svörin.

Garinn er voða duglegur, og tekur rækjur úr höndunum á mér 8)

Gef honum 1-2 rækjur á 1-2ja daga fresti.

Hann er mjög forvitin þegar ég gef hinum fiskunum og hann eltir stundum fóðrið þegar það sekkur niður á botn.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

30 cm skrímsli

Image
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

nú er mér hætt að litast á blikuna, garinn hefur ekki viljað éta í rúmlega viku. Held að hann sé stressaður innan um allar síklíðurnar, alltaf þegar ég reyni að gefa honum þá koma þessar "Dollur" og vilja líka bita og ég þarf virkilega að ýta þeim í burtu og garinn er svo mikil gunga að hann lætur sig bara hverfa á endanum.

:(
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Hvaða síkliður, óskararnir og GT þá?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ekki skrýtið svosem, hef heyrt af görum sem hegða sér eins. Gætir þurft að gabba síkliðurnar eða gefa honum lifandi til að halda honum við. Í versta falli koma honum í sér búr.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

kannski ég laumi honum í 240L búrið, hehe :D fullt af litlum fiskum þar fyrir hann 8)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Nei, ekki gera það, 240L búrið er of flott. :P

Steldu bara nokkrum convict ungfiskum úr hobby aðstöðunni, ætti ekki að vera mikið mál.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hehe ég var bara að grínast :P
ég veit ekki hvað ég geri :? kannski ég fái mér nokkra unga covicta. hann annars kemur að betla öðru hvoru, er að því núna, en hann er bara of taugaveiklaður til að éta.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

jæja, færði taugaveiklaða garinn í 180L búr og eftir tvo daga byrjaði hann að borða, sem sagt í dag :) Henti til hans stórum zebra danio og tók eftir því áðan að hann var horfinn, prófaði þá að gefa honum rækjur og hann borðaði þrjár :) jafnvel elti eina sem ég lét detta fyrir framan hann og hann elti hana á fullu niður á botn og át hana þar. Hann er sem sagt í fullu fjöri og sáttur, einn í 180L búrinu sínu.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply